Sigurstranglegir framboðslistar í Reykjavík

Geir H. Haarde Framboðslistar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum tveim fyrir komandi þingkosningar voru samþykktur á fundi fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Valhöll síðdegis í dag. Ekki er hægt að segja annað en að listarnir séu mjög sigurstranglegir og vel saman settir af kjörnefnd eftir prófkjörið í október. Efstu sex sæti beggja listanna eru í samræmi við prófkjörsúrslitin.

Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður, leiða listana. Geir, sem er fyrsti þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður, mun leiða listann áfram í suðurhlutanum og Guðlaugur Þór leiðir listann í norðurhlutanum en þar leiddi Davíð Oddsson, fyrrum forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, framboðslistann í alþingiskosningunum 2003.

Sjöunda sætið í Reykjavík suður skipar Erla Ósk Ásgeirsdóttir, formaður Heimdallar, og sjöunda sætið í Reykjavík norður skipar Auður Guðmundsdóttir, markaðsstjóri og MBA. Heiðurssæti framboðslistanna skipa Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis, og Guðmundur Hallvarðsson, alþingismaður, sem setið hafa bæði á Alþingi frá árinu 1991 en gefa ekki kost á sér endurkjörs á Alþingi nú. Kjartan Gunnarsson, fyrrum framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, skipar svo 21. sætið í Reykjavík suður.

Framboðslistar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík

mbl.is Framboðslistar Sjálfstæðisflokks í Reykjavík samþykktir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband