Borgarahreyfingin liðast í sundur

Augljóst er að Borgarahreyfingin heyrir sögunni til sem alvöru stjórnmálaafl eftir átök síðustu daga milli þingmanna og grasrótar. Límið var einfaldlega ekki sterkt í þessari hreyfingu og það heldur ekki lengur en þetta. Get vel trúað því að vonbrigðin séu gríðarleg fyrir þau sem töldu þessa hreyfingu alvöru. En því miður hefur stefnt í þetta allt frá því að hreyfingin fór inn á þing og þurfti að gera eitthvað annan dissa kerfið.

Þegar ég skrifaði í maí að þessi hreyfing myndi ekki lifa kjörtímabilið fékk ég fullt af tölvupóstum og kommentum frá fólki sem sagði að ég hefði rangt fyrir mér og ég vissi ekkert hvað ég væri að skrifa um. Jæja, svona er þetta. Ekki hlakkar í mér svosem hvernig komið er... ég vona bara að þeir sem eru sárir og reiðir vegna þess að hafa treyst þessari hreyfingu sem lifði ekki sumarið finni sér farveg á öðrum vettvangi.


mbl.is Þingmenn okkar hafa brugðist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér skilst að þetta sé allt vegna þess að Þráinn B. sé með Alzheimer á byrjunarstigi.

Einar Baaaaldvin (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 14:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband