Sorgleg endalok hjá Borgarahreyfingunni

Meira en lítið súrrealískt er að sjá dauðateygjur Borgarahreyfingarinnar þar sem sjálfseyðingarhvötin hefur drepið nýjasta stjórnmálaaflið á þingi. Engin takmörk virðast á bakstungunum... allt púðrið fer í að slátra afkvæminu. Bréfin á milli Margrétar og Þráins... og félaga innan hreyfingarinnar gefa til kynna að þetta fólk hafi aldrei orðið vinir... aldrei átt neitt sameiginlegt nema baráttu fyrir einhverju óskilgreindu lýðræði sem þróaðist upp í drápsvél gegn hvoru öðru.

Er það kannski ekki bara heila málið? Þetta fólk var aldrei vinir... átti aldrei neitt sem tengdi þau saman. Um leið og nýjabrumið fór af afkvæminu og taka þurfti ábyrgð á einhverju var þetta í raun búið. Taugin var aldrei til staðar. Hvað með það.... þetta er grátleg sjálfseyðingarhvöt að sjá þetta lið vega hvort annað. Svona fólk þarf ekki á óvinum að halda... því nægja samherjar sínir.


mbl.is Þráinn segir sig úr þingflokki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skríll Lýðsson

Er búið að gefa út dánarvottorðið ?

Held ekki.

Skríll Lýðsson, 14.8.2009 kl. 16:05

2 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Já eins og þeir fóru grand af stað. Þetta var eins og í lygasögu í byrjun og fá alla þessa þingmenn inn.

En þvílík endalok og með hvaða hætti það gerðist sbr. síðustu fréttir.

Þetta var krefjandi og kallað á mikla varfærni í samskiptum, þétt samráð og samheldni ef það hefði átt að geta gengið. 

Leiðinlegt.

Kolbrún Baldursdóttir, 14.8.2009 kl. 17:26

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þessi hreyfing var stofnuð með það markmið að vera lögð niður - nú hefur það gerst.
Ekki ætla ég að vera með neinar getgátur um það hvað þessir ágætu þingmenn Bhr hyggjast gera næst - en Bhr er búin - það er klárt mál

Óðinn Þórisson, 14.8.2009 kl. 18:19

4 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

fréttir af ótímabæru andláti borgahreyfingarinnar eru stórlega ýktar:)

Birgitta Jónsdóttir, 15.8.2009 kl. 08:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband