Eru bankarnir algjörlega úr tengslum við þjóðina?

Sé það rétt að Landsbankinn hafi afskrifað skuldir Magnúsar Kristinssonar, útgerðarmanns, sýnir það veruleikafirringu í bankakerfinu - hversu þeir eru úr tengslum við þjóðina. Þetta er besta leiðin til að kalla fram aðra byltingu í þessu samfélagi - hví ætti Jón og Gunna úti í bæ að sætta sig við að skuldir stóreignamanna séu felldar niður þegar þau eru bundin og kefluð í skuldafangelsi... þurfa að borga sínar skuldir hvað sem tautar og raular.  

Hvað segir vinstristjórnin um þetta verklag á þeirra vakt? Ætla þau að taka í taumana eða horfa á svona vinnubrögð í þeirra ábyrgð? Eðlilegt er að krefja þá svara sem komust til valda undir formerkjum þess að auka gegnsæi og heiðarleika í samfélaginu en hafa litlu afrekað annað en gleypa hugsjónir sínar á mettíma.

mbl.is Gamli Landsbankinn afskrifar skuldir Magnúsar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Kannski þú sláist bara í hóp "skrílsins" í næstu umferð...

Haraldur Rafn Ingvason, 18.8.2009 kl. 12:41

2 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Hversvegna fá svona menn að ganga lausir ég spyr bara.Það er nýbúið að setja Motormax á hausinn og áður vara brunaútsala þar og hvert fóru peningarnir á þeirri útsölu (kannski á einkareikning Magnúsar ?) og svo annað hvert fóru umboðin svo?þó ekki í annað fyrirtæki sem Magnús á í ?og skuldirnar lenda svo okkur.Mmaður er orðin ansi reiður á þessu aðgerðaleysi þessarar van og óhæfu ríkisstjórn sem ætlar að láta heimilunum blæða fyrir þessa menn.Nú þarf alvöru byltingu og burt með þessa sukkstjórn sem stjórnar landinu í dag....

Marteinn Unnar Heiðarsson, 18.8.2009 kl. 12:51

3 identicon

Af hverju talar þú bara um "vinstristjórnina" ? Það er vitað að Magnús er góður og gildur Sjálfstæðismaður eins og fleiri, m.a. þeir sem voru í þessari skilanefnd. Einhverja hluta vegna treystir þú þér ekki að nefna þessi atriði. Er þetta þá einhver smjörklípa hjá þér?  Hvers stingurðu ekki uppá því að spillingin verði endanlega gerð upp í Sjálfstæðisflokknum?

Gísli (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 12:53

4 Smámynd: ThoR-E

Ef málið væri ekki svona alvarlegt að þá væri þetta fyndið.

Spilling í skilanefndunum ?? 

það er allavega eitthvað rotið þarna ... það er augljóst.

ThoR-E, 18.8.2009 kl. 15:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband