Copy/paste fréttamennska íslenskra fjölmiðla

Mér finnst það merkilegt að allir fjölmiðlar birti kokkaða tilkynningu ríkisstjórnarinnar um 100 daga áætlunina sem einhvern sannleik. Þegar litið er á óháð mat er augljóst að tilkynningin er röng eða í besta falli mjög villandi... væntanlega til að róa þá sem eru hundfúlir með fyrstu íslensku vinstristjórnina... sem hefur litlu sem engu breytt í íslenskri stjórnmálasögu eða fyrir heimilin í landinu. Skjaldborgin varð jú gjaldborg... ekki satt?

Hvernig er það annars... birta fjölmiðlar alveg gagnrýnislaust allar fréttatilkynningar sem þeir fá sendar til sín? Er ekki lagst í neina vinnu á bakvið það sem til þeirra er sent... vinsað úr og reynt að kafa ofan í málin?

mbl.is 42 mál af 48 afgreidd á 100 dögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óðinn Þórisson

Því miður Stefán eru við með ónýta fjölmiðla - Ólafur Teitur skrifaði bækur um fjölmiðla - þær segja hvernig fjölmiðlar í raun og veru eru -

Óðinn Þórisson, 19.8.2009 kl. 08:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband