Lockerbie-fjöldamorðingjanum sleppt úr fangelsi

Skosk stjórnvöld gera ófyrirgefanleg og skammarleg mistök með því að sleppa Lockerbie-fjöldamorðingjanum Megrahi úr fangelsi, af mannúðarástæðum. Þetta er kjaftshögg framan í ættingja og vini þeirra sem fórust í hryðjuverki Líbýumanna í Lockerbie árið 1988.

Megrahi sýndi fórnarlömbum hryðjuverksins sem hann stóð að enga miskunn... alveg óþarfi er fyrir skosk stjórnvöld að verðlauna Moammar Gaddafi með þessum hætti, enda er þessi ákvörðun stór diplómatískur sigur fyrir hryðjuverkaöfl og stjórnvöld sem fóstra þau.

Skoskir þjóðernissinnar gera mikil pólitísk mistök með því að hossa Gaddafi-stjórninni og verðlauna þann mann sem er blóðugur upp fyrir axlir eftir fjöldamorðið í Lockerbie. Hann átti að sitja sinn dóm, deyja í fangelsi ef hann er alvarlega veikur.

Þetta er ekki glæsilegt afrek hjá skoskum þjóðernissinnum - enda verður þessum fjöldamorðingja fagnað sem þjóðhetju þegar hann kemur heim.

mbl.is Obama gagnrýnir Skota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband