Afdrifarík mistök - svívirðileg ákvörðun Skota

Skosk stjórnvöld eiga eftir að bíta úr nálinni með þau afdrifaríku mistök að sleppa al-Megrahi. Eins og ég spáði fyrr í dag var honum fagnað sem þjóðhetju þegar til Líbýu kom. Þetta er svívirðileg ákvörðun - aðför að fjölskyldum þeirra sem létust í hryðjuverkinu í Lockerbie. Hiklaust má flokka þetta með skuggalegustu mistökum stjórnvalda síðan Bretar slepptu Augusto Pinochet illu heilli árið 1999.

Skoskir þjóðernissinnar kalla yfir sig reiði alþjóðasamfélagsins með þessu heimskupari sínu. Varla er við því að búast að samhugur verði með því að sleppa svívirðilegum fjöldamorðingja úr fangelsi svo hann geti farið heim til sín að deyja.... manni sem drap hundruðir fólks í einu kaldrifjaðasta hryðjuverki síðustu áratuga.

Eitthvað er laglega bogið við stjórnvöld sem hugsa um hagsmuni dauðvona hryðjuverkamanns framar þeim sem hann drap... Eins og vel hefur komið í ljós er þetta ekkert annað en diplómatískur sigur Gaddafi... skoskir þjóðernissinnar hafa hossað honum betur en margir bandamanna hans.

mbl.is Líbýumanni fagnað sem hetju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband