Málefnaleg gagnrýni á stimpilklukkukerfið

Mér finnst Jóhann Björnsson, kennari, setja fram gagnrýni sína á stimpilklukkuvæðingu skólakerfisins á málefnalegan og grandvaran hátt... sem er honum mjög til sóma. Þetta er málefnalegasta bylting sem við höfum séð lengi hér á Íslandi tel ég.

Auðvitað er það gott að fólk hafi skoðanir á þeim málum sem mestu skipta í skólakerfinu, hvort sem það er stimpilklukkuvæðing eða annar aðbúnaður í skólum, fyrir nemendur og kennara.

Sé það gert málefnalega, eins og Jóhann gerir, verður málstaðurinn alltaf traustari.

mbl.is Uppreisn gegn stimpilklukku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Góður :)

Finnur Bárðarson, 21.8.2009 kl. 15:14

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Fyrir utan gagnrýni á það hversu langur tími fór í "kennslustund" á klukkuna... hvað er málefnalegt við það að vera á móti stimpilklukku? Bera allar stimpilklukkur vott um vantraust atvinnurekenda á starfsfólki sínu?

Gunnar Th. Gunnarsson, 21.8.2009 kl. 15:45

3 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Setti þetta inn hjá Eið

Vona ða ú lesir og hugsanlega birtir, því að þetta er allt satt og rett.

Ég hef haft afar ákafan áhuga á skólastarfi frá þeim tíma sem ég sjálfur var að reyna girðingar þess svona frá 1958 til 1975

Sumpart af eigin hagsmunum og sumpart af rýniþörf, þess sem er hugfanginn af náttúrunni og stærðfræði.  Efnafræðin lauk upp gersamlega nýjum heimi fyrir mig, hvar komin voru fræði sem ekki var unnt að segja ósatt í, því ævinlega var unnt að endurtaka tilraunina og sannfærast um, að rétt og satt hafi verið skráð.

Síðar fór ég að kenna sjálfur og komst að þeirri einföldu niðurstöðu, að ekki væri hægt að koma í veg fyrir að greindur nemandi lærði EF OG AÐEINS EF AÐ HANN FENGI VINUFRIÐ.  Þess vegna líkti ég eftir því sem ég kynntist bestu í mínum skólaferli, aga sem lagði út frá hvíld hugans, rósemi sálar og fyrirfram gefnum uppskerum allt miðað við frammistöðu og hegðan.

Var kallaður harðstjóri en þeir nemar sem voru hvað frekastir til fjörsins, eru mínir bestu vinir í þeim aldurshópum.  Lærðu að virða vinnufirð annarra, kynntust því að ekki var gerð krafa til að þeir sprelluðu umfram aðra.

Pisa athuganir nú síðustu áratugina hafa ekki blásið mér bjartsýni í brjóst.  Það viðrist vera fylgni í mínus örðu veldi um fjármagn og status lyftingu Kennara starfsins.  Við hröpum ár eftir ár neðar og neðar í röð þeirra sem ná árangri í skólastarfi.

Þetta er sem sýra í mínum æðum.  Hví í ósöpunum eru menn enn á því að gefa eftir í kröfum?  Leggja af samræmd próf, þannig að eina vörn framhaldsskóla er, að hækka ..einkunnarstaðal".

Þegar ég tók Stúdentspróf voru mér allir Háskólar í Evrópu og BNA opnir nema valdar greinar í MIT og Harvard, einnig sumar lengri námsbrautir  í Oxford.  Semsagt, úr Náttúru /Eðlisfræðibraut MR voru stúdentum færar leiðir í flesta helstu vísinda háskóla í heiminum.

Nú er hlegið að stúdentaskýrteinum frá Íslandi, þrátt fyrir að MR hafi haldið uppi standard á curicilum allar götur frá aldamótunum 1900

Þetta eru að mínu mati helstu hervirki sem unnin hafa verið á framtíð Íslands frá lýðveldisstofnun.

Með virðingu

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 22.8.2009 kl. 00:02

Bjarni Kjartansson, 22.8.2009 kl. 01:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband