Lifir Jackson eftir dauðann eins og Presley?

Sögusagnir um að Michael Jackson hafi stigið út úr líkbíl eftir dauða sinn fyrir tveimur mánuðum minnir ískyggilega á hinar lífseigu kjaftasögur um að Elvis Presley, fyrrum tengdafaðir hans, hafi ekki dáið í ágúst 1977 heldur lifi góðu lífi fjarri Graceland - hafi sviðsett dauðann til að eiga notaleg efri ár. Spurning hvort Jackson hafi viljað líf utan sviðsljóssins og sett allt heila dæmið af stað sem show til að auka vinsældir sínar og styrkja stjörnustöðu sína eftir alla erfiðu skandalana.

Þetta er svo fjarstæðukennt að það hljómar eflaust satt fyrir einhverja. Margir trúðu því virkilega í fjöldamörg ár að Presley hafi lifað góðu lífi eftir dauðann: gerðir voru þættir og skrifaðar bækur þar sem reynt var að styrkja þessa samsæriskenningu... sem var samt svo brjálæðislega absúrd og vitlaus. Sama leikinn á nú að reyna að leika eftir með Jackson.

Efast um að Jackson hafi viljað allt setja á svið allt showið sem hefur fylgt eftir dauðann.... allar kjaftasögurnar um einkalíf hans og börnin sem grasseruðu upp á sömu stund og fleiri keyptu plöturnar hans, hlustuðu á lögin hans og rifjuðu upp stjörnuljómann sem var löngu gleymdur. Held að þessi samsæriskenning sé jafn absúrd og var með Elvis.

Nema þá að þetta sé allt eitt show.... en heldur betur þarf að spinna vel til að geta leikið þann leik með alla þátttakendur frá upphafi til enda á réttum stað í réttri rullu.


mbl.is Jackson lifandi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Nema hvað ? Og rétt í þessu var Ted Kennedy að bætast í partíið...

Hildur Helga Sigurðardóttir, 27.8.2009 kl. 02:42

2 identicon

Hvar ætti hann að halda til í framtíðinni?

Og lifa hverskonar lífi?

Mr. Jón Scout Commander (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 09:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband