Sigmundur Ernir biðst loksins afsökunar

Sigmundur Ernir Rúnarsson, alþingismaður, gerir rétt í því að biðjast afsökunar á dómgreindarleysi sínu og alvarlegum mistökum í þingsal fyrir viku. En það gerir hann nokkrum dögum of seint og eftir vandræðalegar tilraunir til að fara með málið út í móa. 

Vörnin um að hann hafi ekki kennt áhrifa af drykkju og hann hafi aðeins drukkið tvö rauðvínsglös var pínleg í meira lagi - stórundarlegt að vanur fjölmiðlamaður skuli hafa haldið að ráðlegt væri að svæfa málið með því að ljúga sig út úr því.

Með því að leggja spilin á borðið styrkir hann stöðu sína vissulega... hann er samt skaddaður á eftir. Bæði það að fara á þetta golfmót í boði banka og fara svo til vinnu slompaður er dómgreindarleysi hjá þingmanni.

Þetta er örugglega ekki þau nýju vinnubrögð sem við krefjumst af nýjum þingmönnum... en það er líka kominn tími til að setja siðareglur sem taka á svona málum.

Lágmarkskrafa er að þingmenn mæti til vinnu edrú og séu með á hvað þeir eru að segja og gera... þetta er skammarlegur barnaskapur hjá fullorðnu fólki.


mbl.is Sigmundur Ernir baðst afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Hvenær mun hið hrokafulla íhald biðjast afsökunar á misbeitingu valds og fjármagns í fleiri ár? Aðalmálið er að ræða var verðug og kom við kvikuna á innmúruðum. Hér er hún http://www.vimeo.com/6225633 Mbk. G

Gunnlaugur B Ólafsson, 27.8.2009 kl. 12:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband