Málefnaleg orðræða er mikilvægari en ofbeldi

Ég er sammála Hannesi Hólmsteini að við eigum frekar að stunda orðræðu og málefnalega gagnrýni frekar en beita ofbeldi. Mér finnst þeir sem beita ofbeldi frekar auvirðilegir, ef það er þeirra eina leið til að tjá sig. Aðförin að Hannesi Hólmsteini dæmir sig sjálf... hún er frekar lágkúruleg. Ég skil vel að reiði sé í samfélaginu, en það er miklu heillavænlegra að beina henni í farveg málefnalegrar orðræðu og tjáskipta, heldur en að skemma eigur fólks eða ráðast að því.

Allir vita að Hannes Hólmsteinn Gissurarson er umdeildur maður, rétt eins og svo margir fleiri í þessu samfélagi. Þeir sem telja Hannes Hólmstein stóra sökudólginn í þeirri vitfirringu og brjálæði sem gekk hér á fram að hruninu eru á villigötum. Eflaust eru margir ósammála skoðunum hans, en ofbeldi gegn honum og þeim skoðunum er frekar ómerkilegt og dæmir sig eflaust sjálft.

Öllum er frjálst að hafa sínar skoðanir og tjá þær. Málefnaleg gagnrýni og heiðarleg skoðanaskipti eru samt miklu líklegri til árangurs en ofbeldið.

mbl.is Aðsúgur að Hannesi Hólmsteini
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ragnarsson

Jón Ragnarsson, 27.8.2009 kl. 14:55

2 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Vert þú þá bara í því. Ef einhverjum líður betur með því að fleygja skólatösku í hausinn á honum þá get ég vel unað við það.

Hannes Hólmsteinn er hrokafullur, ósvífinn og ótrúlega veruleikafirrtur. Hann ætti að hafa vit á því að þegja ef hann kærir sig ekki um skólatöskur

Heiða B. Heiðars, 27.8.2009 kl. 15:21

3 identicon

Það er enginn einn stór sökudólgur sem ber ábyrgð á því hvernig komið er fyrir Íslandi í dag. Það eru margir litlir, og Hannes er svo sannarlega einn af þeim sem ber höfuðábyrgð. Það fer honum best að standa álengdar í felum í mótmælum eins og hann hefur áður gert svo fimlega.

Siggeir (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 15:51

4 identicon

Hannes Hólmsteinn hefur verið í fjölmiðlum og dásamað útrásina og frjálsræðið.  Maður eins og hann hlýtur að verða fyrir aðkasti.  Hann á það skilið.  En auðvitað á að stilla því í hóf.  Við erum öll manneskjur.  Hann gerði mistök. Nú væri gaman að heyra hans skýringar á þessu.  Allir eru sekir nema hann og Davíð.

Stefán Júl (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 16:34

5 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Fyrsta setningin er fín, restin hjá þér er að mestu leyti þvæla eða öfugsnúningur.

Ofbeldið sem fram fór var að Hannes Hólmsteinn skyldi mæta þarna til að eyðileggja fyrir mótmælendum og rugla boðskapinn.

Þú ert náttúrulega ósammála þessu, en það skiptir engu máli

Rúnar Þór Þórarinsson, 27.8.2009 kl. 19:50

6 Smámynd: Teitur Haraldsson

Mér hefur ekki fundist orðaskak skila miklu.

Það hefur ekki verið stundað mikið ofbeldi undanfarin ár og mánuði þótt menn hafi verið drepnir fyrir minna hér áður fyrr.

Menn eru að fremja þjóðarmorð með orðum og pennum, núna er kannski tími til að berjast með höndum og fótum? Ofbeldi hefur leitt af sér hrylling en það hefur svo sannarlega leitt af sér góða hluti líka.

Við skulum ekki halda að við séum orðin svo dróguð að það sé hægt að leysa allt með orðum, ef svo væri hefði ekkert af þessum hörmungum gengið yfir heiminn.

Teitur Haraldsson, 27.8.2009 kl. 23:03

7 identicon

Þú vilt meina að Hannes sé ekki einn af sökudólgunum.

Ég ráðlegg þér að lesa dæmisögur Esóps.

Lestu söguna af lúðurblásara hersveitar sem var handtekinn af andstæðingunum og átti að líflátast. Hann  sagðist í vörn sinni, ekki eiga neina sök, bæri aldrei vopn, en blési bara í lúður. En hann stjórnaði í raun gangi hersveitar sinnar með lúðrablæstri.

Hannes var lúðurblásari frjálshyggjunnar og útrásarvíkinganna

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband