Vonbrigði í Finnlandi

Mikil vonbrigði eru að stelpunum hafi mistekist að komast í átta liða úrslitin á EM í Finnlandi. Þær spiluðu mun betur í dag en í leiknum gegn Finnlandi en það dugði einfaldlega ekki. Auðvitað vonuðu allir að árangurinn yrði betri á þessari fyrstu úrslitakeppni íslensks knattspyrnulandsliðs. Væntingarnar voru miklar og því er áfallið eflaust meira.

En stelpurnar geta samt verið stoltar yfir því að komast á mótið. Staða kvennaboltans hefur styrkst mikið hér á Íslandi á síðustu árum vegna velgengni landsliðsins. Þær hafa byggt upp traust og gott lið og það starf heldur áfram þrátt fyrir vonbrigðin miklu í Finnlandi.

mbl.is Ísland úr leik á EM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Hallgrímsson

Stelpurnar eru hreint ekki úr leik, ef þær vinna þjóðverja, og rússar vinna einglendinga á morgun, og einglendingar og rússar tapa í síðustu umferðinni ásamt því að það verði ekki jafntefli þegar normenn og frakkar spila þá verðum við með í 8 liða úslit sem ekki lélegasta liðið í 3 sæti.

þetta er samsagt alveg öruggt.

Jóhann Hallgrímsson, 27.8.2009 kl. 23:22

2 Smámynd: ThoR-E

Meinaru ekki betur en í leiknum gegn Frakklandi Stebbi ??

Held að þær séu ekki búnar að spila við Finna..

ThoR-E, 28.8.2009 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband