Vinstri græni lúserinn

Ansi er það nú smekklegt hjá Steingrími J. Sigfússyni að viðurkenna að hann sé lúserinn í atburðarás síðustu mánaða. Held að það sé vægt til orða tekið. Hann hefur gleypt allar sína pólitísku sannfæringu og hugsjónir fyrir völdin á mettíma - sett Íslandsmet í svikum á kosningaloforðum. Hvernig er hægt annað en vera lúser í atburðarásinni þegar svo aumt er orðið.

Steingrímur J. var eitt sinn þekktur sem hugsjónamaður... sá sem hafði hátt og sló sig til riddara. Karlinn á kassinum. Nú er hann lúserinn sem sveik hugsjónirnar. Smekklegt en rétt hjá Steingrími.

mbl.is Eini lúserinn í kúrekamyndinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Aðallúserinn er þó íslenska þjóðin, sem nú þarf að greiða mörg hundruð milljarða króna til erlendra nýlenduvelda.

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 20:09

2 Smámynd: Auðun Gíslason

Því miður virðist gleymast hér, að Steingrímur er að þrífa upp eftir nær tveggja áratuga stjórnarsetu Sjálfstæðisflokksins.  Icesave féll ekki af himnum ofan í febrúar.  Í nóvember samþykktu ráðherrar Sjálfstæðisflokksins og aðalbankastjóri SÍ ábyrgð íslenska ríkisins á Icesave-innistæðunum, einsog lesa má um í frétt frá Forsætisráðuneytinu á þeim tíma!  Þetta ættu hlaupastrákar frjálshyggjuþjófaflokksins, Sjálfstæðisflokksins, að hafa í huga!

Auðun Gíslason, 28.8.2009 kl. 20:20

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Sammál ykkur báðum/Stefán Friðrik og Pétur/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 28.8.2009 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband