Hörkutólið Eva skammar Steingrím J.

Eva Joly er mikið hörkutól. Ég er ánægður með að hún tali hreint út um sýndarmennsku Steingríms J. varðandi skipun starfshópsins. Auðvitað er það rétt hjá henni að þeim eigi að treysta sem hefur verið falið verkefnið nú þegar - hví að flækja verkefnið með þessum starfshópi nema til að friða kannski þá sem hafa orðið fyrir vonbrigðum með vinstristjórnina?

Þessi kjarnakona er að standa sig gríðarlega vel - mikill happafengur fyrir okkur Íslendinga að fá hana til verksins. Styrkleiki hennar verður enn meiri þegar hún þorir að skamma þá ráðamenn sem reyna með pólitískum útspilum að styrkja stöðu sína eftir vandræðaleg svik á kosningaloforðum.

Eva hefur áður þorað að tjá andstöðu sína við þá sem halda á málum í vinstristjórninni; fyrst með góðri grein í fjórum dagblöðum í fjórum löndum fyrr í þessum mánuði. Mikil óánægja var meðal vinstrimanna að Eva hefði skoðanir og varði Ísland á alþjóðavettvangi.

Gott er að hún sé vakandi yfir rannsókninni og þorir að skamma þá stjórnmálamenn sem reyna með billegum hætti að slá sig til riddara. Vel gert Eva!

mbl.is Telur nýjan starfshóp pólitískt útspil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Ég er alls ekki svo viss um að hún sé rétta manneskjan til að sjá um þetta, mér finnst alls ekki neitt hafa komið út úr neinu ennþá og er töluvert óþolinmóður ef satt skal segja!!!

Guðmundur Júlíusson, 29.8.2009 kl. 00:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband