Verður farið í samningaviðræður aftur?

Fyrstu viðbrögð frá Hollandi og Bretlandi gefa til kynna að engin sátt sé um fyrirvara Alþingis á Icesave. Fjölmargir hér heima sögðu fyrir samþykkt Icesave að ómögulegt væri að fara aftur í samningaviðræður, þó Svavar Gestsson og samninganefnd Steingríms J. hafi samið herfilega af sér. Fjölmörgum var talin trú um að það væri fjarstæða að tala um aðrar samningaviðræður.

Ekki er að sjá að Hollendingar líti þannig á að aðrar samningaviðræður séu fjarri, þó sumum þingmönnum vinstri grænna hafi verið talin trú um það. Allir sjá að Icesave-samningurinn hér heima er lemstraður. Hann hafði er á reyndi engan stuðning fyrir utan stjórnarflokkanna, allt brasið í sumar til að tryggja stuðning allra vinstri grænna hafði engin áhrif út fyrir það.

Auðvitað þarf að fara í aðrar samningaviðræður og reyna að ná hagstæðari samningi og taka þennan slag aftur, og þá með reyndu samningafólki en ekki pólitískum aflógum héðan frá Fróni.

mbl.is Semja verði aftur um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband