Völdin að veði í Icesave-málinu

Augljóst er að vinstriflokkarnir lögðu völdin að veði í Icesave-málinu. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur rétt fyrir sér í því að verði fyrirvarar Alþingis ekki samþykktir verði það hneisa fyrir vinstristjórnina, skipbrot samninganna sem þeir lögðu fyrir þingið og pólitískt fall þeirra forystumanna vinstriflokkanna sem lögðu allt undir fyrir þá.

Þeir sem bera ábyrgð á vinnu síðustu mánaða verða að taka ábyrgð á því ef hún hefur engu skilað nema niðurlægingu Íslands á alþjóðavettvangi: þeir hafa þá brugðist algjörlega. Spilað er undir með mikið í þessu máli. Þeir sem leiddu málið ranga slóð geta ekki flúið frá ábyrgð sinni í þessu stóra máli sem hafði engan stuðning út fyrir vinstristjórnina.

Sú ríkisstjórn sem nær ekki að tryggja vilja meirihluta Alþingis í fyrirvörunum við þennan vonda samning í þessu stóra máli er í raun umboðslaus takist henni ekki það verkefni sem henni var falið.


mbl.is Víki verði fyrirvörum hafnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Stefán minn, hvað viltu gera? Varla geturðu viljað spillingarpésana í Sjálfstæðisflokknum aftur að kjötkötlunum?

Eigum við ekki bara að fara fram á að Noregur taki okkur yfir, gerumst fylki í Kanada, eða ganga í ESB? Getur nokkuð af þessu verið verra en upplausnin sem ríkir hérna?

Theódór Norðkvist, 29.8.2009 kl. 21:52

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Það er bara eðlileg krafa að ríkisstjórnin fari frá ef hún nær ekki að klára þetta stóra verkefni -

Óðinn Þórisson, 30.8.2009 kl. 09:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband