Læknamistök - vandmeðfarið mál

Ég sé að sumir slá upp í grín meintum læknamistökum Norðmannsins. Vissulega er þetta vandmeðfarið mál og opnar eflaust á brandara fyrir þá sem hafa húmor fyrir því. En mikilvægt er að sjúklingar geti leitað réttar síns telji þeir á sér brotið og þeir hafi orðið fyrir alvarlegum mistökum lækna og hafi orðið fyrir skaða í aðgerð eða þegar þeir leita sér lækninga, væntanlega til að bæta líðan sína.

Mannleg mistök geta allsstaðar gerst, bæði í heilbrigðisþjónustu sem og annarsstaðar. Eflaust er eðlilegt að rannsaka vel umfang þeirra mannlegu mistaka. Þetta hafa aðrar þjóðir gert. Það getur orðið að fróðleik sem leiði til þess að bæta heilbrigðisþjónustu eða taka á mögulegum mistök til framtíðar litið, leiði til betrumbóta af einhverju tagi.

Í fjöldamörg ár var hálfgert tabú að ræða læknamistök, bæði mátti varla viðurkenna að þau ættu sér stað og það væru glufur í heilbrigðisþjónustu. Eftir að Lífsvog, samtök þeirra sem töldu sig hafa orðið fyrir læknamistökum, voru stofnuð hefur umræðan orðið meira áberandi og náð meiri athygli en áður var.

mbl.is Sakar Landspítala um mistök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Stebbi.

Það er alveg rétt hjá þér að þessi mál eru vandmeðfarin þvi þarna er líf og heilsa sjúklinga undir.

Á sínum tíma var erfitt að fá lögfræðinga til þess að vinna með mál þessi en það breyttist að ég vil segja á einum tímapunkti eftir að sjónvarpið var með þátt á dagskrá um læknamistök.

Saga þessa manns er hörmuleg og vonandi fær hann sanngjarna meðferð sinna mála.

Sjálf starfa ég enn með Lífsvog og við erum nú að vinna að gerð heimasíðu fyrir samtökin sem vonandi verður að veruleika fljótlega en þörfin fyrir upplýsingar um boðleiðir er sú sama og var árið 1995 er samtökin voru stofnuð.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 30.8.2009 kl. 01:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband