Klappstýra útrásarinnar staðfestir Icesave-lögin

Sameiningartákn útrásarvíkinganna, klappstýran á Bessastöðum, hefur nú staðfest Icesave-lögin, eins og við mátti búast. Ég átti ekki von á neinu öðru, annað hefði verið stílbrot af þeim manni sem er guðfaðir vinstristjórnarinnar sem er við völd. Hann myndi aldrei gera neitt til að taka þessa ríkisstjórn úr sambandi, allra síst með því að synja lagafrumvarpi.

Með þessu staðfestir reyndar forsetinn að afstaða hans í fjölmiðlamálinu var sýndarmennska, hann synjaði þeim lögum ekki vegna þess að gjá væri milli þings og þjóðar, heldur vegna tengsla hans við tiltekna menn í viðskiptalífinu. Enda var hann eftir það tíður farþegi í einkaflugvélum þeirra sem áttu hagsmuna að gæta.

Og ekki færi hann að fórna forsetastólnum fyrir synjun á lögunum nú með því að vitna í sömu rök og 2004. Þetta er algjörlega innihaldslaust - var aldrei annað en pólitísk flétta. En með þessari ákvörðun fer þessi forseti endanlega í sökubækurnar sem klappstýra útrásarvíkinganna.

En honum er auðvitað sama, enda fer hann ekki aftur í forsetakjör. En hvernig er það, fellur ekki þessi forseti núna sjálfur ofan í gjána margfrægu sem hann vitnaði til?


mbl.is Forsetinn staðfestir Icesave-lög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þar erum við sammála.

ólafur Ragnar á það sameiginlegt með Þeim Davíð Oddsyni og Hannesi Hólmsteini að hafa verið einarður stuðningsmaður þessara Glæpona.

 Allir héldu þessir menn lofræður á erlendri grundu um útrásarvíkingana.

T.d Lofuðu Bæði Ólafur og þó sérstaklega Davíð Sjálfa Icsave hugmyndina.

Ingolfur (IP-tala skráð) 2.9.2009 kl. 13:24

2 Smámynd: Andri

Ég held reyndar að hann hafi dottið ríðandi um daginn, en það er önnur saga.

Sumir myndu líklegast segja að þetta væri "kosturinn við að hafa pólitískann forseta"?

Andri, 2.9.2009 kl. 16:12

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ég held að það hafi ekki verið nokkur maður sem hafi í raun og veru haldið að ÓRG mynda vísa þessu til þjóðarinnar -

Óðinn Þórisson, 2.9.2009 kl. 16:54

4 Smámynd: Haraldur Huginn Guðmundsson

Þetta kórónar skítlegt eðli þessa aumingjamanns,hvort það sé Möðruvallarhreyfing eða sjálfstæð skoðanaskiptan.Hvaða gjá var á milli þjóðar og þings.

Haraldur Huginn Guðmundsson, 2.9.2009 kl. 18:24

5 Smámynd: Teitur Haraldsson

Er ekki hægt að segja að stjórnarflokkarnir sem samþykktu lögin sem allir útrásarvíkingarnir "fylgdu" hafi þá verið dómarar í þessum kappleik, eða kannski frekar stjórn liðsins?? 

Forsetinn á bara að vera já maður, það er aldrei hamast meira í honum en þegar hann óvart gerir eitthvað eins og maður.

Teitur Haraldsson, 2.9.2009 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband