Árni Helgason kjörinn formaður Heimdallar

Ég vil óska Árna Helgasyni til hamingju með sigurinn í formannskjörinu í Heimdalli, en úrslitin urðu ljós nú eftir miðnættið eftir langan aðalfund... þegar líflegri kosningabaráttu lauk í félaginu. Vissulega er það styrkleikamerki fyrir Heimdall að þar sé kosið milli frambjóðenda og þar sé mikill áhugi á að fara í stjórn. Hið allra besta mál.

Þeirra sem hlutu kjör bíður nú það verkefni að efla Sjálfstæðisflokkinn meðal ungra kjósenda og byggja hann upp til framtíðar. Ungliðahreyfingin er mikilvæg fyrir flokkinn sérstaklega nú þegar hann er í stjórnarandstöðu í fyrsta skipti í tæpa tvo áratugi og hefur fengið mikinn skell í alþingiskosningum. Þar er framtíðin í flokksstarfinu.

Eigi Sjálfstæðisflokkurinn að eflast þurfa allir ungliðar að standa sig í uppbyggingunni og hugsa um hag flokksins ofar öðru - hafa öflugt flokksstarf og gera flokkinn að traustum valkosti fyrir ungt fólk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sammála unga fólkið þarf virkilega að bretta upp ermarnar en það er líka mikilvægt að flokksforystan verður að fara að gyrða sig í brók - þó svo að enn ein könnunin sýni að Sjálfstæðisflokkurinn sé stærsti stjórnmálaflokkurinn hér þá held ég að sú niðurstaða hafi ekki verið ásættanleg fyrir flokkinn. Með þá ríkisstjórn sem nú er við völd ætti að vera hægt að berja mun meira á þeim og það er auðvitað fáránlegt að stjórnin sé að bæta við sig fylgi - stjórn sem samanstendur af einsmálsflokki og flokki sem hefur tapað trúverðugleika sínum - sett hugsjónir og stefnumál til hliðar fyrir völd - á ekki að vera bæta við sig fylgi - við hjlótum að vera að gera eitthvað alvarlega rangt -

Óðinn Þórisson, 3.9.2009 kl. 07:25

2 identicon

Stefán, ég hlustaði á Bítið í morgun og þar var verið að tala um yfirlýsinguna sem fundur Heimdallar samþykkti. Þáttastjórnendur og fréttamaður að auki, sögðu að það væri nóg að höfða til skynseminnar og þá væri þessi yfirlýsing svo gjörsamlega út úr kú að það hálfa væri nóg. Hvernig dettur þessu unga fólki í hug að firra Sjálfstæðisflokkinn ábyrgð, hrauna í leiðinni yfir skýrslu endurreisnarhópsins og halda því fram að þetta hrun væri vegna afskipta hins opinbera? Þetta er eins og að setja fingurinn framan í þjóðina. Veistu, einu sinni tilheyrði ég þessum blessaða flokki, en ég læt ekki tilfinningar velja fyrir mig flokk, heldur nota ég almenna skynsemi. Þes vegna finnst mér slveg stórundarlegt hvernig fólk getur haldið tryggð við þennan flokk.

Valsól (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 08:10

3 identicon

Þessir stuttbuxnastrákar eru veruleika fyrtir það er bara svo einfalt.  Það að segja að stefnan hafi ekki brugðist minnir óþægilega á það sem kommarnir sögðu varðandi fall sovétríkjana, það var ekki flokkurinn sem brást heldur fólkið...

Bjarki Hilmarsson (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 12:24

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Auðvitað brást fólkið. Það sjá held ég allir. Stefna er ekki neins virði ef fólkið klikkar á vaktinni. Það er alveg heiðarlegt að viðurkenna að þeir sem voru á vaktinni brugðust. Þeir áttu allir að víkja. Enn vantar á það, í vinstriflokkunum og þeir ráðherrar fyrir hrun sem enn sitja á þingi eiga að víkja. Einfalt mál. Því er ekki treystandi framar.

Stefán Friðrik Stefánsson, 3.9.2009 kl. 14:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband