Viðræður um Icesave opinberar eða í kyrrþey?

Góðs viti er að ráðherrar sendi bréf eða tali beint við stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi um Icesave í stað þess að láta embættismenn um það. Ekki var það gáfulegt þegar Steingrímur J. Sigfússon sagði í gær að embættismenn myndu ræða við Breta og Hollendinga um fyrirvara Alþingis vegna Icesave-samninganna í kyrrþey!

Steingrímur vissi reyndar ekki í gær hvort hann eða forsætisráðherrann myndu taka málið beint upp í samtölum við stjórnmálamenn þar. Þvílík sorgarsaga... auðvitað eiga ráðherrar að taka málið beint upp við starfsbræður sína í stað þess að muldra bara hérna heima eða láta embættismenn um verkið.

Þessi bréfasending er gott skref... en betur má ef duga skal. Varla getur þessi stjórn setið áfram nái hún ekki að vinna fyrirvörum Alþingis stuðning í samtölum við viðsamjendur. Vilji Alþingis í Icesave-málinu er skýr og augljóst hvert verkefnið er.


mbl.is Bréf til Hollands og Bretland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar

Steingrímur J hefur tekið upp þann sið að ljúga í öllum viðtölum í fjölmiðlum.

Auðvitað var ekki búið að kynna Bretum og Hollendingum fyrirvarana. Grísinn á Bessastöðum átti eftir að staðfesta lögin. Afhverju komast ráðamenn þessara þjóðar upp með það í fjölmiðlum dag eftir dag að ljúga og ljúga. Hvar eru alvöru blaðamenn? Drápu Baugsmiðlarnir niður allt sem heitir heiðalega og rökfasta blaðamensku. Og svo þessi frétt. Jóhanna er að hugsa um að senda forsætisráðherrum Breta og Hollendinga bréf. er að hugsa um. Þvílík frétt. Þetta er bara spuni og aftur spuni. Ríkisstjórnin er stjórnlaus útúrvonlaus og á að segja af sér hið allra fyrsta og taka loddarann á Bessastöðum með sér

Ingvar, 3.9.2009 kl. 19:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband