Fegurð eða ljótleiki

Mjög misjafnt hvernig fegurð er mæld. Hver hefur sína skoðun á því. Fegurð getur þó snúist upp í ljótleika á augabragði. Mér finnst fátt fagurt við horrenglur eða þá sem eru svo horaðir að sést í beinabygginguna á þeim. Sumir reyna svo mikið á sig fyrir fegurðina að þeir gleyma að fegurð getur verið margskonar fyrirbæri, ekki aðeins útlitslega. Innri fegurð er miklu mikilvægari þáttur persónuleikans.

Vissulega vekur athygli að í bandarísku tímariti sé valin fyrirsæta sem er engin horrengla og hefur þrýstnar línur - nýr tónn í því fyrirsætusamfélagi þar sem konur eru litnar hornauga ef þær eru ekki í stöðluðu formi horrenglunnar. Ágætt er að fólk staldri við og hugleiði hugtakið fegurð og hvort hægt sé að svelta sig til að öðlast hana.

mbl.is Þrýstnar línur vekja fögnuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Beauty Is in the Eyes of the Beholder

CrazyGuy (IP-tala skráð) 4.9.2009 kl. 08:14

2 Smámynd: Teitur Haraldsson

Það eru ekki horrenglurnar sem eru mesta heilbrigðis vandamál 21 aldarinnar, heldur of-fita.

Teitur Haraldsson, 5.9.2009 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband