Hvað varð um Svandísi Svavarsdóttur?

Svandís Svavarsdóttir kom eins og stormsveipur inn í þingflokk vinstri græna í vor og í kjölfarið beint í ríkisstjórn eftir þrjú ár í borgarstjórn. Síðan hefur hún algjörlega verið ósýnileg... látið sig hverfa og ekki verið sýnileg. Forðum daga var mikið rætt um Svandísi sem hugsanlegan formann vinstri grænna þegar Steingrímur J. hætti í stjórnmálum og hún ætlaði sér stóra hluti. Hún hefur hinsvegar ekki sýnt neitt á þau spil sín og verið einn ósýnilegasti nýliði í ríkisstjórn áratugum saman.

Ætli ein helsta ástæða þess sé að faðir hennar, Svavar Gestsson, var aðalmaður vinstri grænna í hinum afleita Icesave-samningi og skilaði svo afleitum árangri sem raun ber vitni? Það hlýtur að vera erfitt fyrir stjórnmálamann að vera sýnilegur þegar hann tengist svo mikið þeim sem stýrði hinni afleitu samningagerð. Varla hefur þátttaka hans verið góð pólitískt fyrir Svandísi.

Hún hefur enda varla lagt orð að mörkum í stjórnmálaumræðunni síðan hún var ráðherra og varla veitt viðtal... sama má reyndar segja um Katrínu Jakobsdóttur. Þær láta Steingrím rogast með byrðina væntanlega til að fá ekki kusk á sig. En þeir eru væntanlega vonsviknir sem kusu Svandísi inn á þing til að leika eitthvað lykilhlutverk.

mbl.is Óskar eftir frekari upplýsingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband