Ráðist að velferðarkerfinu - tvöfaldur Ögmundur

Mikil aðför að velferðarkerfinu er framundan á næstu vikum - blóðugur niðurskurður á öllum sviðum, sem mun bitna mjög á viðkvæmum þáttum, bæði heilbrigðisgeiranum og menntakerfinu. Nú er það verkefni vinstrimanna að ráðast að þessum viðkvæmu þáttum og skera niður alveg miskunnarlaust. Um leið þarf vinstristjórnin að sýna loksins á spil sín í þeim niðurskurði sem hún hefur staðið frammi fyrir frá því hún tók við völdum og ákvað að gera planið hjá IMF að leiðarstefi sínu.

Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra og formaður BSRB, er ekki öfundsverður í tvöföldu hlutverki sínu. Hann sem formaður stéttarsambands opinberra starfsmanna þarf nú sem heilbrigðisráðherra væntanlega að taka ákvarðanir sem leiða til uppsagna í opinbera geiranum og lækka laun opinberra starfsmanna, þegar heyrist af 3-10% launalækkunum hjá Stjórnarráðinu sem er augljóslega fyrsta skrefið - fróðlegt verður að sjá þegar enginn verður með hærri laun en Jóhanna.

Í næsta mánuði verður þing BSRB. Þar mætir sennilega ráðherrann blóðugur upp fyrir axlir eftir uppsagnir og niðurskurð í verkalýðsjakkafötunum sínum og flytur grafalvarlegur ræðu sína sem formaður BSRB. Þvílíkur farsi... verður hann með rauða rós í annarri hendi en niðurskurðarhnífinn í hinni? Er þetta ekki svipað og formaður LÍÚ væri sjávarútvegsráðherra?

mbl.is Starfsfólk óttast uppsagnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góðan dag

Mér finnst að Ögmundur sjálfur eða flokksmenn í BSRB eigi að krefjast þess að hann hætti í leyfi og hætti sem formaður BSRB.það er með öllu óviðeigandi að þessi skipan mála haldist nema að Ögmundur hafi talið sig stoppa stutt við í ráðherrastóli og viljað hafa einhverja aðra vinnu að snúa að??

Þór Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 5.9.2009 kl. 10:20

2 identicon

Er ekki ein af ástæðum harkalegs niðurskurðar í heilbrigðiskerfinu núna sú að sjálfstæðismenn fóru þar um með sveðjur á góðæristímum þannig að það var engin ónauðsynleg yfirvigt eftir?

Bjarki Hilmarsson (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 00:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband