Völva Vikunnar spáir Geir forsæti í ríkisstjórn

Spákona Mikil eftirvænting er jafnan á hverju ári eftir Völvu Vikunnar. Fróðlegt er að kynna sér nýjustu spána. Það verða alþingiskosningar næsta vor og því auðvitað fróðlegast að heyra mat Völvunnar á stjórnmálum. Kemur fram það mat hennar að Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, verði áfram forsætisráðherra í tveggja flokka rikisstjórn á næsta kjörtímabili. Spáir Völvan mörgum nýjum ráðherrum í stjórn Geirs en nefnir ekki hver samstarfsflokkurinn verð.

Völvan spáir Margréti Sverrisdóttur áhrifum og lykilstöðu innan Frjálslynda flokksins og því að Kristinn H. Gunnarsson, núverandi alþingismaður Framsóknarflokksins, gangi til liðs við flokkinn. Þá er talað um að rysjótt veður verði á árinu og að Íslendingar þokist ekki nær inngöngu í Evrópusambandið, svo og að hvalveiðar breyti ekki því að fjöldi ferðamanna komi hingað.

Fróðlegir spádómar hjá Völvu Vikunnar, sérstaklega hvað varðar stjórnmálin. Alþingiskosningar eftir rúma fjóra mánuði og spennan magnast mjög vegna þess. Fróðlegt að sjá hvort Völvan verði sannspá.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband