Barnalegar árásir Jóns Ásgeirs á Egil Helgason

Jón Ásgeir Jóhannesson fer mikinn í viðtalinu við Viðskiptablaðið. Barnalegar árásir hans á Egil Helgason eru frekar slappar. Held að það væri meiri sómi fyrir Jón Ásgeir að viðurkenna að hann talaði gegn betri vitund í Silfursviðtalinu um Tortola á sínum tíma og reyndi að afvegaleiða almenning á lokahring Baugshringekjunnar, sem tókst að teyma þorra þjóðarinnar allt of lengi með því að stýra fjölmiðlum og almenningsumræðunni með peningaaustri í allar áttir.

Jón Ásgeir talar mikið um hvað þetta hefði verið gott ef svona hefði verið gert og þetta verið gert öðruvísi. Þetta er uppgjör manns sem vissi fyrir löngu í hvað stefndi og hafði fullt vit á hvað var að gerast. Hann hélt samt hringekjunni áfram og reyndi að ráðast að öllum sem bentu honum á augljósar staðreyndir... sýndi engan áhuga á að gera upp ósómann og breyta rétt... hann er ekki rétti maðurinn til að gera upp eigin mistök og afglöp.

Ætlar kannski einhver að segja manni að þetta hafi allt hrunið yfir Jón og vini hans upp úr þurru? Partýið var búið löngu áður en allar veitingarnar kláruðust.


mbl.is Áttum að hætta árið 2005
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Stefán Friðrik,þetta gætum við einnig sagt um okkar flokk,gerðum við ger þetta og hitt hefði þetta ekki farið svona/Það er svo gott að vera vitur eftirá/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 10.9.2009 kl. 17:26

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Jón Ásgeir sagði einnig í viðtalinu, að hann hefði ekki verið í neinum persónulegum ábyrgðum, þannig að fólk þyrfti ekki að hafa áhyggjur af sér.

Fréttir birtust í gær af því að útrásarvíkingarnir voru a.m.k. búnir að finna eyjuna Tortola fyrir nokkrum árum og hefur tekist að nurla saman nokkrum krónum inn á bankareikninga þar.

Um það, var sett inn smá hugleiðing í gær, ef einhver nennir að lesa.

Axel Jóhann Axelsson, 11.9.2009 kl. 09:37

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

mikið atriði að trúa því sem maður segir

Jón Snæbjörnsson, 11.9.2009 kl. 13:57

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Já, það er nefnilega gott að vera vitur eftirá....

Gunnar Th. Gunnarsson, 11.9.2009 kl. 18:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband