Munu þingmennirnir yfirgefa Borgarahreyfinguna?

Vandséð er hvernig Birgitta Jónsdóttir, Margrét Tryggvadóttir og Þór Saari geti verið þingmenn Borgarahreyfingarinnar áfram eftir ósigur þeirra í kosningu um lög hreyfingarinnar. Niðurstaðan virðist fela í sér að hreyfingin sé algjörlega ótengd þingmönnunum, enda verða þeir að velja á milli hreinna afarkosta og lögum sem þau geta ekki samþykkt.

Í raun má segja að hreyfingin hafi liðið undir lok í deilumáli Margrétar og Þráins Bertelssonar fyrir nokkrum vikum - eftir það hefur hún varla verið starfhæf og óeiningin augljós bak við tjöldin. Þingmennirnir standa nú frammi fyrir því að vinna eftir lögum sem þau telja óaðgengileg eða fara ella úr hreyfingunni.

Fari þingmennirnir burt er hreyfingin í raun búin að vera enda hefur hún þá ekki lengur nein tengsl við þingið og stendur eftir sem hópur þeirra sem standa utan þingflokksins. Þetta eru kostuleg endalok á grasrótarframboðinu, sem fór úr tengslum við grasrótina á innan við hálfu ári.

mbl.is Tillaga þingmanna féll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Endalokin eru kostuleg, það er alveg rétt. Það er bara í stíl við þetta framboð allt. Endalokin hafa alveg verið fyrirsjáanleg sem slík, það eina sem var í óvissu var með hvaða hætti þau yrðu.

Magnús Óskar Ingvarsson, 12.9.2009 kl. 18:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband