Verður Saddam hengdur fyrir áramót?

Saddam HusseinFlest bendir til að Saddam Hussein, fyrrum forseti Íraks, verði líflátinn fyrir áramót, ef marka má heimildir úr innsta hring íröksku ríkisstjórnarinnar. Saddam var dæmdur til dauða þann 5. nóvember sl. en áfrýjaði dómnum. Áfrýjun Saddams var vísað frá á öðrum degi jóla og þá ljóst að Saddam yrði líflátinn innan 30 daga.

Nú stefnir því í að dómnum verði framfylgt mjög fljótlega og það verði ekki gefið upp hvenær Saddam verð líflátinn. Saddam Hussein var forseti Íraks í 24 ár, á árunum 1979-2003. Skv. heimildum CBS á að kvikmynda síðustu andartökin í lífi Saddams, allt ferlið frá undirritun dómsskjala til hengingarinnar. Þar kom líka fram að dagsetning aftöku yrði ekki opinberuð.

Það verður svo sannarlega fróðlegt að sjá stöðuna í Írak í kjölfar andláts Saddams.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband