Jón Ásgeir heldur dauðahaldi í síðustu leifarnar

Nú blasir við að verslunarveldi Baugsfeðga verði tekið upp í skuldir. Þetta eru óumflýjanleg endalok fyrir menn sem eiga ekkert nema skuldir og verða að gera upp sínar skuldir. Fjarstæða er að setja reksturinn hér heima út fyrir sviga og eðlilegt að spurt sé hvort þeir séu borgunarmenn fyrir skuldum. Nú reynir á það þegar kröfuhafar reyna að taka verslunarveldið til að fá upp í skuldir.

Jón Ásgeir virðist enn í afneitun yfir hruni viðskiptaveldisins - viðtalið við hann í kvöld vekur spurningar um hvort hann sé að grínast í þjóðinni eða sé hreinlega í algjörri veruleikafirringu. Ekki getur hann kennt Davíð Oddssyni og Sjálfstæðisflokknum um þetta núna. Svona er það þegar menn missa andstæðinga sína... stundum sjá þeir eftir þeim.

Þetta er eðlilegur endir á flugi Baugsfeðga... allt tekur enda um síðir. Flóttinn frá skuldunum er dæmdur til að mistakast... þeir verða að taka skellinn á sig.


mbl.is Jón Ásgeir: Stenst enga skoðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Góð færsla. Löngu tímabært að stöðva Jón Ásgeir og hringekjuna hans.

Þráinn Jökull Elísson, 16.9.2009 kl. 11:35

2 identicon

Ertu alveg viss um að þeir muni missa þetta? Er ekki jafn líklegt að þeir nái með lögfræðisnúningum að halda þessu innan fjölskyldunnar? Ég er til í að leggja kók og prins undir að verslunarveldið verði ekki tekið af þeim.

Steini (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 13:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband