Siðlaus verknaður - aðför að einkalífi fólks

Þeir sem ráðast að fólki í skjóli nætur eru í hefndarþorsta af einhverju tagi... vilja ráðast að einum manni en gleyma að bakvið hann eru fjölskylda og nágrannar sem ekkert hafa gerst af sér. Held að það hljóti að vera ömurleg lífsreynsla að tengjast þeim sem verður fyrir svona siðlausri aðför og þeir sem búa nærri hljóta að verða fyrir áfalli ekki síður.

Aðför að einkalífi fólks ber að fordæma. Hafi einhverjir eitthvað að athuga við verk þeirra sem ráðist er að er miklu betra að mótmæla með því að skrifa greinar gegn því sem þeir telja athugavert. Árás á húsnæði eins manns er árás á einkalíf hans, eiginkonu og börn. Þar er ekki bara ráðist að einni manneskju.

Þeir hafa veikan málstað fram að færa sem ráðast svona að fólki. Þetta er algjör aumingjaskapur... árás í skjóli nætur, árás frá fólki sem þorir ekki að standa við skoðanir sínar.

mbl.is Nágrönnum auðmanna líður illa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Rólegur í dramatíkinni.... þetta eru hús. Og ef þetta er það versta sem fólk er að upplifa þessa dagana þá erum við í góðum málum

Heiða B. Heiðars, 16.9.2009 kl. 15:16

2 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Þeir fjárglæfradárar sem farið hafa verst með þjóðina hafa sjálfir dregið fjölskyldur sínar inn í atburðina með því að leggja nöfn sín við þá glæpastarfsemi sem viðgengist hefur á undanförnum árum.  Þú mátt ekki gleyma því, Stefán, að þeir hafa ekki bara dregið okkur almennt launafólk niður í svaðið, heldur einnig afa okkar og ömmur, saklaus börnin okkar og alla aðra sem sökkva með okkur.  Það er eðlilegt að menn bregðist við af hörku þegar þeir eru grátt leiknir, fjárhagslega og eiga sér enga von, en auðvitað má lengi deila um aðferðirnar sem til þess eru valdar. 

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 16.9.2009 kl. 16:18

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Dramatík? Finnst þér eðlilegt að ráðast að friðhelgi fólks, Heiða? Eru virkilega engin mörk á vitleysunni?

Stefán Friðrik Stefánsson, 16.9.2009 kl. 17:01

4 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Stefán hvað eru þessir menn búnir að gera ?

Hafa þessir glæpahundar borið einhverja virðingu fyrir fjölskyldum íslendinga þegar þeir stunduðu sína glæpa iðju ?

 Finnst þér virkilega að þessir aumingjar verðskuldi  einhverja virðingu ?

Jens Sigurjónsson, 16.9.2009 kl. 17:43

5 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Ég er ekki að verja þessa menn... þeir eiga skilið að fá yfir mótmæli og ólgu fólksins í landinu. Þeir eiga líka skilið að fá framan í sig óánægju... en þetta er samt einum of. Ég er ekki að kenna í brjósti um þá heldur þá sem tengjast þeim. Það gengur enginn einn maður algjörlega einn í svona ólgusjó. Sá er punkturinn sem ég vildi benda á. En ég vorkenni ekki þessum mönnum.

Stefán Friðrik Stefánsson, 16.9.2009 kl. 17:47

6 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Stefán: börnin þín koma til með að borga skuldir þessara manna. Eru þeir að bera virðingu fyrir þinni fjölskyldu? Þetta er stormur í vatnsglasi og væl yfir litlu. Ég myndi skilja svona færslu ef þessir menn yrðu vegnir eða beittir líkamlegu ofbeldi og ættu þeir í raun að þakka fyrir að svo er ekki orðið ennþá.

Hinir yfirheyrðu vegna málningaslettanna verða bara fyrir ofbeldinu í staðin...

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 16.9.2009 kl. 19:22

7 Smámynd: Anna Margrét Bjarnadóttir

Ha ha ha ha hvað með aðför þessara hryllilegu fjármálaglæpamanna gegn mínu einkalífi og annarra landsmanna! Gegn heimili mínu og annarra landsmanna sem að við munum morg missa vegna gjörða þeirra. Gegn framtíð barnanna okkar!  Ég bjó um skeið á Frakklandi og á Spáni. Ég veit að þeir hefðu verið með eitthvað kraftmeira en smá hvellettur og málingabombur gegn þessum ofvernduðu glæpamönnum fyrir löngu síðan.

Anna Margrét Bjarnadóttir, 16.9.2009 kl. 21:06

8 Smámynd: Anna Margrét Bjarnadóttir

Það eru til fleiri hliðar á málunum Stefán Friðrík http://annamargretb.blog.is/blog/annamargretb/entry/949424/?fb=1

Anna Margrét Bjarnadóttir, 17.9.2009 kl. 10:53

9 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Hvort er verra, að skvetta málningu á hús nokkurra fjárglæframanna, eða setja heila þjóð á hausinn, hvoru tveggja í skjóli nætur? Ég ver hvorugan verknaðinn en legg þá klárlega ekki að jöfnu. Persónulega hefði ég frekar viljað að þessir kappar hefðu skvett málningu á húsið mitt heldur en að ég þurfi að greiða skuldirnar eftir þá marga áratugi fram í tímann!

Ingibjörg Hinriksdóttir, 17.9.2009 kl. 11:59

10 Smámynd: Tinna Schram

Ég er nágranni. Mér líður ekki illa og hef ekki verið var við að öðrum nágrönnum líði illa!

Tinna Schram, 18.9.2009 kl. 01:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband