Ósýnilegi forsætisráðherrann

Ég er ekki undrandi á því að traust á Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, hafi hrunið á hálfu ári. Hún hefur verið algjörlega ósýnileg í embættisverkum sínum, talar ekki til þjóðarinnar og lokar sig af með fámennri hjörð samstarfsmanna. Hún hefur það ekki í sér að leiða þjóðina á örlagatímum, tala hreint út og koma fram sem sterkur leiðtogi þegar þörf er á honum.

Þetta er sláandi fall fyrir eina manneskju, sem hefur verið á þingi í yfir þrjá áratugi en hefur samt sem áður notið mikils trausts. En ég veit líka að margir væntu mikils af henni og hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum. Hún er að sligast í þessu embætti og ekki bætir úr skák fælni hennar við fjölmiðla, sem gerir það að verkum að hún virkar einangruð og fjarlæg.

Varla er við því að búast að hún tolli lengi úr þessu í embætti ef hún tekur sig ekki á - fer að tala til þjóðarinnar og standi undir því umboði sem henni var veitt í síðustu þingkosningum.

mbl.is Steingrímur nýtur mest trausts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Baldursson

Mér dettur í hug orðið vofa....

Haraldur Baldursson, 16.9.2009 kl. 17:08

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þó hún sé ósýnileg nýtur hún tvöfallt meira trausts allra en Bjarni Ben og það sem áhugaverðara er... hún nýtur 82% trausts í eigin flokki en Bjarni aðeins 60% trausts í sjálfstæðisflokknum...

Mér finnst ekki undarlegt að stjórnarliðar í þeirri stöðu sem nú er skuli missa traust....en að stjórnarandstöðuleiðtogar séu enn neðar og langt niður úr öllu er aðal undrunarefnið í  þessari könnun .

Jón Ingi Cæsarsson, 16.9.2009 kl. 17:22

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Sjálfstæðisflokkurinn er umboðslaus með öllu. Hann fékk sögulegan skell í vor og hefur ekki umboð til að gera neitt þetta kjörtímabil. Formaður flokksins á mikið verkefni fyrir höndum, að ávinna sér traust. Það gerist ekki á örfáum mánuðum. Þetta er merki um að margir sjálfstæðismenn vantreysta forystunni. Það er ekki hægt að ganga að neinu tryggu núna.

Jóhanna fékk traust umboð í vor - varð fyrsti þingmaður síns kjördæmis og formaður stærsta flokks landsins. Hún hefur brugðist trausti margra og þetta er alveg gríðarlegur skellur á örfáum mánuðum. Í sjálfu sér er hún búin að vera, enda augljóst að hún fer ekki aftur í kosningar. Hún er fælin og fjarlæg og stendur ekki í fæturna með þetta risavaxna verkefni.

En í heildina er þetta áfellisdómur yfir allri forystunni. Það rís enginn yfir meðalmennskuna á þessari stundu. Fólkið í landinu er að dissa pólitíkina nær algjörlega. Það er áfellisdómur allra.

Stefán Friðrik Stefánsson, 16.9.2009 kl. 17:34

4 identicon

Vilt þú Stefán að Jóhanna gangi um einsog Geir Haarde gerði þegar hann var við völd og laug að fólki í hverju viðtalinu á fætur öðru.  Eða að hún gangi um fjölmiðla með frasabókina sína um skjaldborgir, björgun heimila, endurreisn atvinnulífsins.

Ég segi NEI vil frekar að hún vinni að þjóðarhag og þegar niðurstöðurnar eru komnar komi þá og segi hvað á að gera, verkefnið sem óráðsía síðustu ára skilur eftir sig er ekki auðleyst, og margir sem koma þar að málum og ég treysti Jóhönnu fyllilega til þess að stýra því verki.

 Aftur á móti væri ég frekar fúll með þetta ef ég væri í D, F eða O eftir allann hamaganginn í Icesave og töfralausnirnar í kringum vanda heimila og fyrirtækja, að ekki veiddist betur en þetta.   

Ragnar (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 10:09

5 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Ég er sammála þér Stefán, þjóðina skortir forystu, einstakling sem hefur bein í nefinu og er tilbúinn að taka slaginn fyrir þjóðina með þjóðinni, en ekki til að gæta eigin hagsmuna eða flokkspólitískra hagsmuna, einstaklingur sem talar við landsmenn og segir þeim hlutina eins og þeir eru.

Þrátt fyrir góðan vilja og fagrar yfirlýsingar í vor, þá hafa þau hjú, Jóhanna og Steingrímur algerlega brugðist þjóðinni, en því miður hefur einnig afskaplega lítið af viti komið frá forystu stjórnarandstöðunnar.  Sigmundur Davíð lofaði góðu í upphafi, en nú heyrist ekkert frá honum, frekar en Bjarna Ben.

Sá eini sem ég kem auga á sem grundvallaður leiðtogi fyrir þjóðina í þeirri stöðu sem við erum í í dag er Davíð Oddsson.  Davíð er sá maður sem gæti leitt saman þjóðstjórn og haft stjórn á hlutunum.

Tómas Ibsen Halldórsson, 17.9.2009 kl. 10:20

6 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Sæll, ég er miklu meira sammála athugasemd þinni hér að ofan heldur en greininni sjálfri. Það er ekki rétt að Jóhanna sé algjörlega ósýnileg, hins vegar mætti hún tala skýrar og skarpar heldur en hún gerir.

Þar fyrir utan hef ég gert þá kröfu til hennar að hún segi þjóðinni sannleikann um stöðuna og eftir að hafa horft á þáttinn á RÚV í gær um Economic Hitman þá er krafan enn sterkari. Hvaða skilyrði er AGS að setja, er búið að kaupa stjórmálamenn á Íslandi?

Ingibjörg Hinriksdóttir, 17.9.2009 kl. 11:52

7 identicon

Mikið rétt hjá þér!

anna (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 12:22

8 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Mikið sammála þessu svari þínu Stefán!!!/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 17.9.2009 kl. 18:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband