Hvar er trúnaður ríkisstjórnarinnar við þjóðina?

Alveg er það dæmigert að ríkisstjórnin skuli halda í trúnað við Breta og Hollendinga um viðbrögð þeirra við Icesave í stað þess að hugsa frekar um trúnað sinn við íslensku þjóðina. Hví er ekki hægt að kynna þjóðinni þær breytingar sem þjóðirnar krefjast eða hverjar tillögur þeirra eru?

Mér finnst það forkastanleg vinnubrögð að sætta sig við þetta, en þetta er samt ansi mikið í takt við vinnubrögð þeirra sem töluðu um gegnsæi og opin vinnubrögð en hafa svo gert allt annað.

mbl.is Óska eftir trúnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Ég er samma´la um það að ríkisstjórninni ber fremur að halda trúnað við íslenska þjóð en Breta og Hollendinga. Hins vegar finnst mér allt í lagi að bíða með upphrópanir um trúnaðarbrest og þvíumlík þangað til að afstöðnum fundi fjárlaganefndar, sem hófst núna kl. 1800, þ.e. fyrir 40 mínútum. Fylgjumst með fréttum í kvöld og vonumst eftir að fá upplýsingar þar og þá, jafnvel kl. 22.

Magnús Óskar Ingvarsson, 17.9.2009 kl. 18:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband