Fyrirvörum hafnað - Icesave aftur til Alþingis

Augljóst er að Bretar og Hollendingar hafa hafnað fyrirvörum Alþingis við Icesave og lítur á þá sem gagntilboð. Fyrirvararnir standa allir saman svo málið verður að fara aftur fyrir Alþingi, enda voru sett lög um fyrirvarana og þeir festir í sessi með þingvilja. Ríkisstjórnin hefur ekkert umboð til að breyta þeim einhliða. Allar slíkar tilraunir verða flokkaðar sem aðför að þingræðinu, sem hefur talað mjög skýrt í þessu máli.

Alþingi var að störfum í allt sumar við að klára þetta mál. Þar tókst að breyta afleitum samningi Svavars Gestssonar umtalsvert - betrumbæta hann svo hugsað væri um íslenska hagsmuni. Þeir fyrirvarar voru lögfestir sem heild. Höfnun á einum eða fleiri lið laganna túlkast sem höfnun á íslenskum þingvilja. Með því fer málið auðvitað á upphafsreit, annað hvort fyrir þingið eða í nýjar samningaviðræður.

Ríkisstjórnin getur ekki túlkað sem smáatriði algjöra höfnun á einum veigamesta lið Icesave-málsins eins og það var samþykkt á Alþingi. Ártalið 2024 var traust skilaboð frá Alþingi um að málið yrði fest í allavega fimmtán ár, sem er allnokkur tími, og svo samið að nýju um það sem eftir stæði. Þetta var leið Alþingis til þess að koma í veg fyrir að Ísland yrði fest í skuldafangelsi áratugum saman.

Nú ræðst hvort ríkisstjórnin virðir þingviljann eða beygir hann algjörlega í duftið. Ekki á að gefa neinn afslátt í þessu máli. Látum ekki þessar þjóðir búllíast á okkur endalaust.

mbl.is Leggjast gegn fyrirvaranum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hefur þú lesið orðsendingu Breta og Hollendinga? Hvernig getur þú haft einhvern skilning á texta, sem þú hefur ekki séð? Þegar stórpólitíkusarnir ræða um svörin sem móttekin voru, var stjórnarandstaðan alveg klár á því að fyrirvörunum hafi verið hafnað, en Björgvin Sigurðsson sagði að allir fyrirvarar stæðust. Halda þessir herramenn, að við almúginn í landinu sé algerlega heilalaus? Hvorirtveggja geta ekki haft rétt fyrir sér!

Snorri Sturluson sagði um Vani, að þeir skyldu allt með sínum skilningi. Eitruð athugasemd, sem þýdd á nútímamál yrði "Þeir voru óttalegir aular"! Mér finnst að þessi orð Snorra eigi vel við.

NH (IP-tala skráð) 18.9.2009 kl. 01:30

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

EU vill festa okkur lengur en 2024 skiptir engum máli umformsatriði Meðlimaríki eða klafað nágranaríki þegar  regluverkið með EFTA aðildinni er að virka.

Júlíus Björnsson, 18.9.2009 kl. 03:13

3 Smámynd: Hannes Friðriksson

Skil þetta ekki alveg. eru þetta ekki sömu fyrirvarar og sjálfstæðismenn sátu hjá og framsókn var á móti, sem þeir eru nú að verja sem óðir væru?

Hannes Friðriksson , 18.9.2009 kl. 11:57

4 Smámynd: ThoR-E

Á meðan ríkisstjórnin er á hnjánum við að reyna að komast í ESB erum við í lélegri samningsstöðu.

Þetta á eftir að enda illa fyrir okkur íslendinga.

ThoR-E, 18.9.2009 kl. 12:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband