Skelfilegur bikar fyrir íþróttamann ársins

Guðjón Valur Í gær var nýr bikar afhentur við val á íþróttamanni ársins. Gamli góði bikarinn sem afhentur var í hálfa öld er nú varðveittur á Þjóðminjasafninu. Einhvernveginn hafði farið framhjá mér útlit nýja bikarins og ég var því í fyrsta skiptið að sjá hann í gær. Ég eiginlega gapti af undrun þegar að ég sá hann og vorkenndi eiginlega Guðjóni Val er hann var með þetta skelfilega ferlíki í höndunum eftir að valið á honum hafði verið formlega tilkynnt.

Nýji bikarinn er svo skelfilegur að maður á varla nógu góð orð til að lýsa honum. Hann er samansettur úr efnum sem engan veginn eiga samleið og heildarmyndin verður stór og klunnalegur bikar sem virðist því miður ekki vera líklegur til að haldast önnur 50 ár milli þeirra sem fá titilinn. Í samanburði við hinn gamla góða bikar er þetta eiginlega ótrúlegt kúltúrsjokk, svo maður finni eitthvað almennilegt orð. Semsagt, orð dagsins til samtaka íþróttafréttamanna er: skiptið um bikar.

Eruð þið annars ekki sammála mér?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jú þetta er hræðilega ljótur gripur! Skil ekki hvernig fólki dettur í hug að búa svona til og vera í alvöru að meina það. Fólk mun hlæja að smekkleysinu í 50 ár ef ekki tekst einhvern veginn að farga þessu ferlíki.

Hrafnhildur Þórólfsdóttir (IP-tala skráð) 29.12.2006 kl. 14:46

2 identicon

Heil hörmung, tek undir með Hrafnhildi farga ferlíkinu, því fyrr því betra.

Óðinn Þórisson (IP-tala skráð) 29.12.2006 kl. 16:00

3 identicon

Sammála ykkur.  Eyðið þessum turni sem allra fyrst.  Þetta er hræðilegt, en það sem er þó verra er auðvitað val þessara íþróttafréttamanna.  Handbolti er bara öríþrótt á heimsvísu og hef ég heyrt að íþróttir eins og rottuhlaup eigi sér fleiri aðdáendur en handboltinn í heiminum.  Því miður verða blessaðir íþróttafréttamennirnir að passa sig á þessu því ella tekur enginn mark á þessu kjöri þeirra fyrir rest.  Skömmin frá 1984 er enn í fersku minni okkar sem erum eldri en tvævetur þegar þeir hunsuðu árangur Bjarna Friðrikssonar á OL.

Eyjapeyji (IP-tala skráð) 29.12.2006 kl. 16:42

4 Smámynd: Björg K. Sigurðardóttir

Alveg er ég innilega sammála ykkur varðandi þennan bikar. Held að fæstir væru til í að hafa þetta inn í stofu hjá sér.

Björg K. Sigurðardóttir, 29.12.2006 kl. 17:15

5 identicon

Fyrst þegar hann var kynntur til sögunnar þá trúði ég því ekki. Ég er búin að bíða eftir viðbrögðum á borð við þetta um þennan svokallaða "bikar". Skipta þessu út sem fyrst segi ég bara!
Hallgrímur Snær Frostason

Hallgrímur Snær Frostason (IP-tala skráð) 29.12.2006 kl. 18:42

6 Smámynd: Sveinn Hjörtur

Úff... ég verð að vera sammála. Í fyrsta lagi þá er varla hægt að halda á honum fyrir þyngd, og svo er hann ljótur! Ég hélt að þetta væri fatahengi? En til lukku Guðjón... Passaðu þig að slasa þig ekki á gripnum.

Hefði samt viljað sjá Fimleikastúlkuna vera sigurvegari....komin tími á konu!

Sveinn Hjörtur , 29.12.2006 kl. 21:22

7 Smámynd: GK

Sammála þér. Þetta er hrikalega ljótt ferlíki. Svo er hann líka hátt í 30 kíló. Ég er ekki viss um að hver sem er eigi eftir að lofta honum...

GK, 29.12.2006 kl. 21:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband