Forseti án jarðsambands

Ólafur Ragnar Grímsson hefur endanlega spilað rassinn úr buxunum með því að fullyrða sisvona að íslensku bankarnir hafi starfað samkvæmt reglum. Hvernig getur hann fullyrt þetta? Hverjar eru forsendur hans?

Er maðurinn orðinn galinn? Eða er hann bara að standa undir nafni sem guðfaðir hinnar misheppnuðu útrásar sem hefur sett Íslendinga á kaldan klaka í orðsins fyllstu merkingu?

Er ekki kominn tími til að þetta einsprósenta sameiningartákn.... sameiningartákn útrásarvíkinganna.... segi af sér?

Hann er algjörlega án jarðsambands.


mbl.is Íslensku bankarnir störfuðu samkvæmt reglum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

En þetta er rétt sem hann Ólafur er að segja.

Þessir útrásarvíkingar sem, velflestir voru sjálfstæðismenn, störfuðu innan regluverka evróska efnahagssvæðisins. Fall bankanna má aftur á móti rekja til falls lemans brothers í Bandaríkjunum og ástæða kreppunar hér í dag hefur með það að gera að regluverkið í EES segir svo til um að ef bankarnir fari á hliðina þá sé þeim löndum skilst að gangast í ábyrgð þar sem bankarnir koma frá.

Þannig að það er algjörlega ljóst að Ólafur fer ekki hér með rangt mál. 

Brynjar Jóhannsson, 23.9.2009 kl. 16:16

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Var ekki GHH að kenna reglum EESum fall bankanna og er Ólafur ekki að taka undir með honum á vissan hátt.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 23.9.2009 kl. 16:41

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ef hann segir af sér þá er a.m.k hægt að segja að hann hafi gert eitt rétt á sínum forsetaferli -

Óðinn Þórisson, 23.9.2009 kl. 17:55

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Kátbroslegt hatur á forsetanum...einu sinni enn 

Jón Ingi Cæsarsson, 23.9.2009 kl. 19:11

5 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

nákvæmlega Óðinn

Jón Snæbjörnsson, 23.9.2009 kl. 19:23

6 identicon

Sem landsfaðir hefði nú forsetinn mátt fordæma græðgina og óhófið, sem flokkast, jú, undir dauðasyndirnar 7. Hefur forsetinn tekið sér endanlega stöðu með  blóðsugum þjóðarinnar?

Kolbrún Bára Guðveigsdóttir (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 22:38

7 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Megi Ólafur Ragnar fara ítrekað í hestbak.

Guðmundur St Ragnarsson, 23.9.2009 kl. 23:23

8 identicon

Já forsetinn ætti að segja af sér, en það ætti sömuleiðis að setja skyldulesningu á blogg Teits Atlasonar á eyjunni, en þar kemur sannleikurinn í ljós varðandi spillingu innan Sjálfstæðisflokksins. Flokksins sem klíkuvæddi þjóðfélagið.

 Ég hef oft velt því fyrir mér í alvöru, hvort fólk sem styður Sjálfstæðisflokkinn spyrji aldrei sjálft sig samviskuspurningar, eða, hvernig get ég stutt þennan flokk eftir allt það sem hann er búinn að gera? Hvernig get ég varið t.d. mannaráðnigar flokksins? Hvernig get ég varið einkavinavæðinguna? Hvernig get ég varið það að flokkurinn hefur komið í veg fyrir að auðlindir þjóðarinnar séu varðar af stjórnarskrá? það er endalaus listinn, sindalistinn. Veistu, mér er alveg sama hvort þú birtir þetta eða ekki, mér nægir það að þú lesir þetta. Ég var einu sinni í þSjálfstæðisflokknum, en bæði heiðarleika míns vegna og samvisku þá get ég ekki hugsað mér að styðja við þennan flokk.

Kveðja, Valsól

Valsól (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 23:45

9 identicon

Það sem forsetinn sagði í þessu viðtali var nákvæmlega rétt. Betur að fleiri ráðamenn hefðu í sér döngun til þess að halda á lofti staðreyndum um ESB-reglurnar m.a. um eftirlit með bankastarfsemi og ábyrgðartryggingasjóði. Það er athygivert, svo ekki sé meira sagt, að í allri Icesave umræðunni í þinginu í sumar heyrðist enginn þingmaður staðhæfa að skyldur okkar í þessum efnum væru lagalega á hreinu.

Haukur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 00:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband