Hafði Indriði trúnaðargögn fyrir allra augum?

Indriði við skriftir
Indriði H. Þorláksson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, þarf að skýra frá því hvort það sé rétt að hann hafi skrifað trúnaðarskjal um viðbrögð Breta og Hollendinga við Icesave á fartölvu í flugvél Icelandair. Bergur Ólafsson, háskólanemi í Osló, á hrós skilið fyrir að segja frá þessu á bloggi sínu. Skrif hans hafa vakið verðskuldaða athygli.

Bergur gerir gott betur en segja frá þessu, hann birtir mynd af Indriða að skrifa og hann mun eiga myndband ennfremur af þessu. Indriði þarf því að skýra sitt mál. Eðlilegt er að hann tjái sig um það hvort hann sem nánasti trúnaðarmaður eins valdamesta stjórnmálamanns landsins sé að vinna trúnaðargögn fyrir framan fjölda fólks í flugvél.

Eins og flestir muna sakaði Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, stjórnarandstöðuna í síðustu viku um að hafa lekið upplýsingum, eftir að svokölluð óformleg viðbrögð Breta og Hollendinga voru kynnt, sem um átti að ríkja trúnaður. Sé þetta rétt vissu flugfarþegar í kringum Indriða öll smáatriði málsins.

Indriði þarf að tjá sig. Sé frásögnin rétt, sem eðlilegt er að taka fullt mark á, þurfa leiðtogar stjórnarflokkanna að svara því hvort einhver trúnaður hafi verið um viðbrögð landanna, eða hvernig meðferð trúnaðarupplýsinga innan ríkisstjórnarinnar sé almennt háttað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband