Endurkoma Davíðs Oddssonar

Endurkoma Davíðs Oddssonar í eldlínu þjóðmálaumræðunnar eru mikil tíðindi. Morgunblaðið verður í eldlínunni með hann á frontinum - blað sem þorir að hafa skoðanir og lætur í sér heyra. Ekki er við öðru að búast en leiðaraskrif og Reykjavíkurbréfið verði lesið með meiri áhuga en áður. Þeir sem þekkja Davíð vita að hann þorir að hafa skoðanir og lætur óhikað í sér heyra.

Davíð hefur nú fengið eitt besta skriftarpláss í landinu.... eðlilegt að þar verði talað afdráttarlaust og ákveðið. Þetta eru þannig tímar að við þurfum að tala tæpitungulaust. Fáum hefur tekist að vekja meiri viðbrögð í samfélaginu á undanförnum áratugum en Davíð Oddsson. Engin lognmolla hefur verið um hann og ekki við því að búast þegar hann fer að skrifa úr Hádegismóum.

Það hefur alltaf verið erfitt fyrir suma að sætta sig við að Davíð Oddsson hefur málfrelsi eins og ég og þú - svo og allir aðrir í þessu landi. Þegar hann var í stjórnmálum gat hann stuðað andstæðinga sína svo mjög að þeir alveg umpóluðust og urðu rauðir af illsku. Þetta er náðargáfa og Davíð hefur hana enn.

Nú verður líf og fjör. Það er af hinu góða.


mbl.is Davíð og Haraldur ritstjórar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hjartanlega sammála!

Besta kveðja,Valgerður Sigurðardóttir

Valgerður Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 18:30

2 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Til hamingju með nýju ritstjórana, ég tek undir það að maður væntir mikils af þeim og eins og þú segir, engrar lognmollu;-) Það verður virkilega spennandi að sjá hvernig þeim gengur.

Lára Stefánsdóttir, 24.9.2009 kl. 18:49

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Það er ekki hægt annað en að fagna því að Davíð hafi verið ráðinn ritsjóri Morgunblaðsins - en það má svosem búast við hefðbundnum viðbrögðum frá þröngsýnum pólitískum andstæðingum hans

Óðinn Þórisson, 24.9.2009 kl. 19:12

4 identicon

Málfrelsi ?

Eiga fréttirnar ekki að bara að segja hlutlaust frá því sem er að gerast í landinu!?

Maðurinn á klárlega eftir að troða sínum skoðunum á framfæri. Þnnig það skiptir ekkert máli hvort hann getur stuðað fólk með sínum skoðunum. Þetta á að vera HLUTLAUS FRÉTTAFLUTNINGUR.

Getur hann ekki bara sest í helgan stein eins og annað fólk. Þarf hann í alvöru að vera allstaðar. 

Takk fyrir mig. 

Steinunn (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 19:18

5 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sá stjórnmálamaður öðrum fremur sem ætti að biðjast þjóðina afsökunar á framferði sínu er Davíð Oddsson. Enginn ber meiri ábyrgð en hann.

Að reikna með að geta orðið góður ritstjóri þessa góða blaðs, veður Davíð reyk. Sitt hvað er gæfa og gjörvulleiki. Davíð verður að öllum líkindum ekki lengi ritstjóri. Hann hefur ekki réttu skapsmunina til þess. Hann lætur oft skapið hlaupa með sig í gönur og það verður sennilega oft endurtekið, - því miður.

Bæði Óskar og Davíð hafa hlaupið á sig. Þetta á eftir að verða Morgunblaðinu dýrt.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 24.9.2009 kl. 20:18

6 identicon

Endurkoma Gula Skuggans II.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 20:33

7 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Er þetta það sem við sjálfstæðismenn þurfum á þessu stigi málsins, þegar við loksins drullumst yfir 30%?

Gaman verður að sjá næstu skoðanakönnun! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 24.9.2009 kl. 20:33

8 identicon

Ég er sammála þér Stefán Friðrik, Davíð Oddsson er mjög góður maður og nú verður gaman að lesa gamla góða Moggan!

Kær kveðja norður.

Ludvik Karl Fridriksson (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 21:21

9 Smámynd: Örvar Már Marteinsson

Ég spyr vegna athugasemdar Steinunnar hér að ofan:

Hvaða fjölmiðill er hlutlaus fjölmiðill? Var Mogginn hlutlaus í umfjöllun sinni um Evrópusambandið? Var það til dæmis hlutlaus fjölmiðlun að birta frétt á stærð við frímerki af tengslum mögulegum tengslum Gylfa Arnbjörnssonar við Tortóla en hálfsíðufrétt þegar sami maður rakaði af sér skeggið? Eru fréttamenn Rúv hlutlausir???

Er ekki mikilvægast að menn séu hreinskilnir um sínar skoðanir og afstöður og neytendur fjölmiðlanna geti myndað sér skoðun út frá því en falli ekki fyrir einhverju dulbúnings-hlutleysi?

Það er hins vegar alveg bráðfyndið að fylgjast með því hvernig maskínan á Rúv er búin að bregðast við þessu - það sorglega er hins vegar að dramadrottingar af báðum kynjum geta sagt upp Mogganum og hætt að blogga en getum við hin sagt upp Rúv?

Örvar Már Marteinsson, 24.9.2009 kl. 23:52

10 identicon

Nei því miður er enginn fjölmiðill alveg hlutlaus. En ég held að með komu þessa manns í fjölmiðlanna verði þetta bara ennþá verrra.

Ég persónulega er ekki með moggablogg og hef aldrei verið með áskrift að mogganum. Þannig ég hef hvorugu sagt upp.

Ég væri fyrir löngu búin að segja upp Rúv (þegar ég þurti að borga útvarpsgjöld) því ég kveiki ALDREI á stöð 1, en var samt sem aður skyldug að borga þetta. En ég les mbl.is

 Ég held að fólk sébara almennt orðið rosalega þreytt áþessum manni. Hann var náttúrulega í stjórnmálum rosalega lengi. Svo tróðhann sér í bankakerfið. Eftir að það klúðraðist svona rosalega og hann púaður út þar, þá bara skellir hann sér inní fjölmiðlana. 

Málið er, hann þarf ekki að vera allstaðar. Annað fólk vill líka komast að. fólk er orðið rosalega þreytt á þessari djöfuls spillingu og ef við ætlum einhvernveginn að losna við hana, þá þarf að byrja einhverstaðar. Afhverju er maðurinn að fá þetta starf ? 

Hann er ekki með menntun í fjölmiðlafræði.
Hann er ekki með mikla reynslu í blaðamennsku.

Hann vann í EITT ÁR sem þingfréttaritari.. og það eru 35 ár síðan! (1973-1974 til að vera nákvæm)

Hann hefur ekkert að gera í þetta starf. 

Ætti ég að taka hans leið á þetta.. vinna í fleiri fleiri ár sem t.d. læknaritari, og ætla svo bara að verða læknir, afþví ég hef umgengist þær rosalega mikið og veit svona semí hvernig þetta virkar?

Steinunn (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 00:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband