Hallærisleg ályktun hjá Blaðamannafélaginu

Ég tel að enginn sé ánægður með fjöldauppsagnirnar í Hádegismóum - þær eru hinsvegar leið eigenda til að snúa vörn í sókn í rekstrinum á erfiðum tímum. Ályktun Blaðamannafélagsins um málið er pínleg... allt að því hallærisleg. Stutt er síðan fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins var látinn fara af Fréttablaðinu vegna sparnaðar eftir að hafa verið þar ritstjóri í rúm þrjú ár... af hverju ályktaði BÍ aldrei um hversu afleitt væri að sá maður væri þar?

Þorsteinn Pálsson var umdeildur stjórnmálamaður - honum mistókst að halda utan um þriggja flokka stjórn á sínum tíma og sprengdi hana með vandræðalegum vinnubrögðum. Ólafur Þ. Þórðarson, fyrrum þingmaður Framsóknarflokksins, kallaði forsætisráðherraferil hans reyndar dýrasta stjórnunarnámskeið Íslandssögunnar þá... en það er nú önnur saga.

Mér finnst það aumt að formaður Blaðamannafélagsins misnoti aðstöðu sína daginn sem hún er rekin og beiti félaginu fyrir sig með pólitískri ályktun. Af hverju var ekki ályktað svona vegna ritstjóraskipta á öðrum miðlum á síðustu árum, þegar ritstjórar komu og fóru vegna þess að eigendurnir settu þá af og völdu aðra í staðinn?

Er kannski ekki alveg sama hver á í hlut og hvern á að gagnrýna. Sumir hafa gleymt að Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, var ritstjóri DV meðfram þingmennsku fyrir áratug... ekki var talað um það. BÍ er ekki samkvæmt sjálfum sér frekar en formaðurinn.

mbl.is Harmar uppsagnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

hversu langt ætli það verði að Formaður BÍ fari í pólitík og reynist vera undir "hlutleysis skyggjunni" vera langt til vinstri? ekki það að það sjáist ekki, en það er bara svo kynlegt þegar augljóslega hlutdrægin einstaklingur reynir að skreyta sig mið alskyns lýsingar orðum sem eiga ekki við. "Óháður" var mjög vinsælt orð hjá Samfylkingarmönnum og konum í R-listanum til að fela sig á bakvið, til þess að hinir listarnir færu ekki í fílu í samstarfinu.

Fannar frá Rifi, 25.9.2009 kl. 00:52

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Þið eruð semsagt sammála um að á Mogganum megi bara vera hægri sinnaðir heimdellingar. Samhent sál á bakvið Flokkinn og foringjann undir ránfuglinum. Ég fæ ónotalegan nasistafíling við skrif eins og hjá ykkur Stefán og Fannar. Afhverju fjallið þið ekki um inntak ályktunar Blaðamannafélagsins og hvort það á við rök að styðjast eða ekki í stað þess að eyða púðrinu í einhverjar fabúleringar um vinstrimennsku formanns Blaðamannafélagsins?

Gunnlaugur B Ólafsson, 25.9.2009 kl. 01:05

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Nú geta Davíð og Hannes haldið áfram valdasprangi sínu á kosnað vinnandi verkafólks. Allir verða ánægðir með það eða hvað? þá er nefnilega komið að öllum að tapa en ekki bara sumum. Líka þeim sem telja sig gulltryggða í bak og fyrir í skjóli hjálparstofnunar D auðvaldsins.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 25.9.2009 kl. 01:31

4 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Stefán minn, ertu nú í takt við þjóð þína eða sjálfstæðisflokkinn (eins og hann er orðinn)?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 25.9.2009 kl. 02:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband