Höfða bjargað

Þegar ég heyrði fyrstu fréttir af eldsvoðanum í Höfða óttaðist ég, eins og flestir, að þetta sögufræga hús, vettvangur leiðtogafundarins sem markaði þáttaskil við lok kalda stríðsins, væri að fara sömu leið og Valhöll á Þingvöllum. En því tókst til allrar lukku að bjarga með samstilltu átaki allra aðila... Þar skipti mestu máli auðvitað öflugt slökkvilið, vel búið af tækjum.

Mér fannst það gott að borgarfulltrúar með Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, borgarstjóra, í broddi fylkingar mættu á svæðið til að hjálpa til með því að bjarga menningarverðmætum úr húsinu. Traust vinnubrögð í alla staði.


mbl.is Viðgerð á Höfða undirbúin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Fyrst Valhöll og nú Höfði. Þetta er sannkallað hrakfallaár í sögu íslenskra timburhúsa. Spurning hvort það er ekki rétt að huga (enn) betur að eldvörnum í svona sögufrægum byggingum.

Guðmundur Ásgeirsson, 26.9.2009 kl. 00:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband