Flott söfnun fyrir Grensás - frábært málefni

Íslendingar sýndu með myndarlegum hætti í kvöld að þeir standa vörð um það sem mestu skiptir með því að styðja við bakið á Grensás. Flott söfnun... frábært málefni... vönduð sjónvarpsútsending... samhugur þjóðarinnar eins og hann gerist bestur. Á þessum síðustu og verstu tímum sýnir þjóðin hvar hjartalagið er... þrátt fyrir stöðuna í samfélaginu styðjum við traust málefni alla leið. Alveg yndislegt.

Edda Heiðrún Backman er algjör hetja. Ég dáist að viljastyrk hennar og festu í baráttunni við sjúkdóminn... hún er glæsilegur fulltrúi í forystusveit þeirra sem berjast fyrir því að Grensás haldi velli í kreppunni og þar sé byggt upp en ekki rifið niður þegar mestu skiptir að verja grunngildin í þessu samfélagi. Ferfalt húrra fyrir Eddu og forystu hennar... sönn hvunndagshetja.


mbl.is Rúmlega 113 milljónir safnast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Stebbi.

Sannarlega ber að fagna söfnun fyrir góðum málefnum, hins vegar hefi ég aldrei skilið að þjónusta sú sem hinu opinbera er ætlað að veita í þessu tilviki í formi endurhæfingar, geti ekki fengið fjármuni að þörfum af skattfé.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 26.9.2009 kl. 02:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband