Icesave-málið á núllpunkti hjá vinstristjórninni

Því fyrr sem Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, brýtur odd af oflæti sínu og viðurkennir hið augljósa... að Icesave-málið er á núllpunkti hjá þessari vinstristjórn því betra! Augljóst er að málið er strand... erfitt að samræma áherslur svo allir haldi andlitinu í vinstriflokkunum.

Stóri vandinn er sá að vinstristjórnin gerði einn samning við Breta og Hollendinga og svo annan við óánægða þingmenn vinstri grænna... sem höfðu málið í gíslingu í allt sumar og tryggðu ásamt Sjálfstæðisflokknum að það komst í betri farveg fyrir íslensku þjóðina.

Nú þarf að gera þriðja samninginn... samræma báðar áherslur úr þeim fyrri. Ergó... málið er á núllpunkti. Það þarf að vinna upp á nýtt. Jóhanna ætti að viðurkenna þetta. Svona er staða málsins í dag.

Vinstristjórnin hefur setið í átta mánuði.... hún setti sér markmið að fara að vinna... gera eitthvað. Ekki getur hún verið stolt af þessum átta mánuðum. Öll mál eru stopp... það er ekkert að gerast.

Þetta felur feigðina í sér...

mbl.is Ekki séð fyrir enda Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óðinn Þórisson

Því miður hefur þú rétt fyrir þér Stefán, IceSave er á núllpunkti og því miður er ekkert að gerast í öðrum málum eins og skjaldborginni um heimilin - ég held að hún ætti að viðurkenna að ríkisstjórin sé komin á leiðarenda í að leysa þetta ög önnur mál og segja af sér -

Óðinn Þórisson, 26.9.2009 kl. 15:16

2 identicon

Ótrúleg og ömurleg lesning.  Þetta klúður er tilkomið vegna SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS SEM RÆNDI LANDSBANKANUM OG KOM HONUM Í HENDUR GLÆPAMANNA.  Núverandi ríkisstjórn er að gera sitt besta til að taka til eftir efnahagslega kjarnorkuárás sjálfstæðisflokksins á landið og hvað gerir sjálfstæðiflokkurinn ?  Jú þvælist fyrir eins og hægt er enda hefur hann engan áhuga á enduruppbyggingu landsins heldur aðeins áhuga á sérhagsmunum flokksfélaga.  Þessi flokkur breytist ekkert sem sést best á því hver stjórnar nú í Hádegismóum.

Óskar (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 19:11

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Bloggchampion Stefán!

 Þetta er hárrétt skilgreining hjá þér. Stjórnin er tæknilega dauð, hún bara hangir þarna til að geta hirt kaupið sitt.

Nú kemur Davíð í slaginn og þá fara nú fjaðrirnar að reytast af þessum geldfygli Icesave og ESB.

Halldór Jónsson, 26.9.2009 kl. 22:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband