Halldór heldur til Köben

Halldór Ásgrímsson Eftir rúman sólarhring verður Halldór Ásgrímsson, fyrrum forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, orðinn framkvæmdastjóri norrænu ráðherranefndarinnar. Með því verður hann yfirmaður alls norræns samstarfs og verður yfirmaður fjölmennrar skrifstofu í Kaupmannahöfn, þar sem hann hefur störf eftir helgina. Þangað mun Halldór senn flytjast búferlum.

Það leikur enginn vafi á því að endalok stjórnmálaferils Halldórs Ásgrímssonar eru ein stærstu tíðindin af innlendum vettvangi á árinu. Halldór hafði setið í ríkisstjórn samtals í tvo áratugi, verið þingmaður í yfir þrjá áratugi og flokksformaður í rúman áratug þegar að hann ákvað að segja skilið við stjórnmálaþátttöku. Hann var áhrifamikill stjórnmálamaður í innsta hring landsmálanna um árabil og var áberandi á sínum vettvangi.

Halldór setti mark á stjórnmálaþátttöku og það að aðeins dr. Bjarni Benediktsson, fyrrum forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, hafi setið lengur í ríkisstjórn en Halldór segir sína sögu um langan stjórnmálaferil Halldórs. Hvaða skoðun svo sem íslenskir stjórnmálaáhugamenn hafa á persónu og stjórnmálastörfum Halldórs Ásgrímssonar verður ekki deilt um það að hann markaði spor í íslenska stjórnmálasögu.

Halldór var lengi virkur þátttakandi í stjórnmálum og helgaði þessum bransa ævistarf sitt. Ég tel að það hafi verið merkt framlag sem hann lagði að mörkum og persónulega met ég mjög mikils persónu Halldórs Ásgrímssonar. Hann á að mínu mati heiður skilið fyrir gott verk sitt, sérstaklega á ellefu árum sínum sem ráðherra og leiðtogi Framsóknarflokksins í ríkisstjórn hans með Sjálfstæðisflokknum. Ég er mjög afgerandi þeirrar skoðunar að náið samstarf Davíðs Oddssonar og Halldórs í áratug hafi verið þjóðinni farsælt og Halldór átti ekki minni þátt í farsæld þess samstarfs en Davíð.

Ég hef ekki farið leynt með það að ég tel það gleðiefni fyrir okkur Íslendinga að reyndur stjórnmálaleiðtogi okkar skuli taka við þessari miklu stöðu í Kaupmannahöfn, fyrstur Íslendinga. Óska ég Halldóri allra heilla á nýjum vettvangi í Kaupmannahöfn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband