Jákvæð samkeppni á matvörumarkaði

Ég vil óska Jóni Gerald Sullenberger góðs gengis með nýju verslunina. Okkur vantar alvöru samkeppni á íslenskum matvörumarkaði núna. Góð samkeppni er alltaf mikilvæg fyrir neytendur og skiptir sérstaklega máli núna þegar sjá má merki þess að samkeppnin er meira í orði en í verki.

Heilbrigð og góð samkeppni er eitthvað sem við ættum öll að vilja. Ef Jón Gerald telur sig geta farið í þá samkeppni með alvöru verslun og lág verð er það hið allra besta mál.

Auk þess er ástæða til að hrósa honum fyrir það að ráða eldra fólk til starfa hjá sér - jákvæð og virðingarverð stefna það.

mbl.is Jón Gerald opnar í október
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Sammála

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 27.9.2009 kl. 02:02

2 Smámynd: Jens Guð

  Það er virkilegt fagnaðarefni að Jón Gerald telji sig geta farið í alvöru verðsamkeppni við Bónus.  Nettó (KEA) og Krónan (Kaupás) hafa spriklað en skort úthald.  Ef verstu sögusagnir eru sannar - sem ég get ekki stutt með rökum - varð snemma til verðsamráð:  Krónan með einnar krónu hærra verð á algengustu vörutegundir og Nettó með 2 krónu hærra verð.  Þessar söusagnir eru studdar með verðkönnun ASÍ.  Meira veit ég ekki.

  Jón Gerald boðar verðsamkeppni án samráðs.  Hann flytur inn vörur milliliðalaust frá Flórída.  Miðað við forsöguna gerir hann engar málamiðlanir heldur hellir sér út í harða samkeppni.  Stóra spurningin er hvað þeir sem fyrir eru á markaði innanlands eru rígbundnir Bónusveldinu,  Nettó og Krónunni.  Uppistaða innkaupa venjulegrar fjölskyldu eru kjötvörur,  mjólk og brauð.     

Jens Guð, 27.9.2009 kl. 02:07

3 identicon

Kaupfélag Suðurnesja á Nettó í dag. ;)

Jenst (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 12:44

4 identicon

Bara til að leiðrétta Jens Guð, Nettó er ekki KEA búð heldur hluti af Samkaup hf. Eins mikið og ég vona að JGS gangi vel með sitt fyrirtæki er ég dálítið smeykur um að þetta verð erfitt. Einyrki á litla möguleika í keðjur sem reka á bilinu 30 til 60 búðir hver eða hver veit hversu margar þær eru..

Innanbúðarmaður (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband