Ólafur Örn Nielsen kjörinn formaður SUS

Ég vil óska Ólafi Erni Nielsen innilega til hamingju með formennskuna í Sambandi ungra sjálfstæðismanna. Er ánægður með að það var kosið um formennskuna og tekist á - tel að það sé gott fyrir flokkinn og ungliðahreyfinguna að það sé líflegur slagur um forystuna.

Sýnir bara styrkleika og karakter fyrir ungliðahreyfingu Sjálfstæðisflokksins. Formannsslagur hefur ekki verið síðan í Eyjum 1999 og kominn tími til að það sé ekki beinlínis sjálfkjörið í þetta.

Fyrst og fremst þarf að efla starfið úti á landi og virkja betur tengslin við það sem gerist þar. Of mikið hefur verið af því að teknar séu einhliða ákvarðanir án þess að tala við landsbyggðina.

Sjálfstæðisflokkurinn stendur á krossgötum. Efla þarf ungliðastarfið til muna og taka til hendinni. Ég treysti Óla og nýrri stjórn til að gera það sem gera þarf.


mbl.is Ólafur Örn kjörinn formaður SUS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég tel smalamennsku ekkert sérstaklega góða fyrir flokkinn eða SUS.

Brynjólfur Magnússon (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 17:35

2 Smámynd: Viðar Freyr Guðmundsson

.. myndi vilja bæta við þetta að það er jákvætt ef þetta verður til þess að rífa flokkinn lengra til hægri.  Enginn afsláttur gefinn á frjálshyggjustefnunni!

Viðar Freyr Guðmundsson, 28.9.2009 kl. 03:03

3 identicon

Ég bara get ekki annað en spurt þig nánar út í þessar hamingjuóskir sem þú færir nýjum formanni SUS. Finnst þér í alvörunni tilefni til að óska manni til hamingju með svona sigur?? Að smala stuðningsmönnum sínum saman upp í flugvél á sinn kostnað (eða stuðningsmanna, kemur á sama stað niður) til þess að láta kjósa sig. Hvað segir það eiginlega um þennan einstakling? Hafði hann ekki það sem til þarf til þess að vinna formannsslaginn án þessara smölunar? Þar fyrir utan finnst mér þetta vera skammarlegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn og stuðningsmenn hans að maður komist til áhrifa með þessum hætti sérstaklega í ljósi efnhags stórra hluta þjóðarinnar. Hvernig væri að ungir Sjálfstæðimenn vinni nú og framkvæmi dálítið í takt við þann tíma sem við búum við. Ég skammaðist mín fyrir það að vera sjálfstæðismaður þegar ég frétti af þessu og gerði það að verkum að enn og aftur efast ég um að þetta sé rétti flokkurinn fyrir mig.

Fjóla Hrafnkelsdóttir (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 11:30

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk kærlega fyrir kommentið Fjóla.

Auðvitað óska ég nýjum formanni SUS til hamingju með kjörið. Hefði gert það líka ef Fanney Birna hefði náð kjöri. Sjálfur er ég ekki lengur í ungliðastarfinu og var ekki á þinginu um helgina og hef hreinan skjöld með þessi mál öll. Nenni ekki að rífast yfir því. Finnst þó alltaf leitt þegar svona ömurleg hjaðningavíg eru með leiðinlegum vinnubrögðum.

Hitt er svo annað mál að allir sem komu á þingið voru kjörnir þingfulltrúar. Lokað var fyrir þingfulltrúaskráningu aðildarfélaganna fyrir rúmum hálfum mánuði og því ekki beint eins og einhver hafi labbað inn af götunni beint á þingið. Þetta er fest hálfum mánuði áður en þingið hefst og allir skráðir á lista.

Svona vinnubrögð hafa þekkst áður, þ.e.a.s. að menn mæti til þinghalds á kjördegi. Ekkert sem bannar það. Allir hafa beint umboð sinna félaga. En kosningabaráttan var snörp og greinilegt að stuðningsmenn Fanneyjar gátu ekki hugsað sér að sætta sig við Ólaf að því leyti að vinna með honum.

Það er leitt, enda þurfum við á sterku sambandi að halda fyrir flokkinn umfram allt, þar sem menn reyna að vinna saman. En það er aldrei gott þegar menn deila og um forystuna. En það er annarra að rífast um það.

Ég nenni ekki að festa mig í þessu. Er kominn yfir það, hættur í virku starfi og ætla ekki að fara að sparka í neinn. Eina veganestið frá mér er að menn hætti að hugsa um karaktera en hugsi í staðinn um þennan flokk.

Við verðum að efla hann, sérstaklega meðal ungs fólks.

Stefán Friðrik Stefánsson, 29.9.2009 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband