Áramótauppgjör 2006

Gleđilegt ár! Áriđ 2006 líđur senn í aldanna skaut. Ađ baki er eftirminnilegt ár fyrir margra hluta sakir. Í ítarlegum áramótapistli mínum, sennilega ţeim lengsta og ítarlegasta sem ég hef ritađ á löngum pistlaferli mínum, sem birtist í dag á vef Sambands ungra sjálfstćđismanna fer ég yfir áriđ međ mínum hćtti og ţađ sem ég tel standa helst eftir ţegar litiđ er yfir ţađ.

Ársins 2006 verđur í framtíđinni eflaust minnst hér heima sem ársins er herinn fór, Halldór Ásgrímsson hćtti ţátttöku í stjórnmálum og sagđi af sér sem forsćtisráđherra, Geir H. Haarde varđ forsćtisráđherra, Jón Sigurđsson varđ formađur Framsóknarflokksins og skipti um kúrs í Íraksmálinu, R-listinn leiđ undir lok og Vilhjálmur Ţ. varđ borgarstjóri, talađ var um hleranir í kalda stríđinu, Jón Baldvin sagđist hafa veriđ hlerađur, ţjóđin hafnađi slúđurblađamennsku DV, Hálslón varđ ađ veruleika, Ómar kastađi af sér grímu hlutleysis í virkjunarmálum, Árni Johnsen náđi öruggu ţingsćti ađ nýju í prófkjöri í Suđurkjördćmi og nefndi afbrot sín tćknileg mistök, slökkt var á NFS og hvalveiđar hófust ađ nýju í atvinnuskyni.

Á erlendum vettvangi bar hćst ađ Saddam Hussein var tekinn af lífi í Bagdad, George W. Bush og Tony Blair áttu í miklum pólitískum erfiđleikum, repúblikanar misstu meirihluta í báđum deildum Bandaríkjaţings og breski Verkamannaflokkurinn missti mikiđ fylgi í byggđakosningum, Donald Rumsfeld sagđi af sér, vargöld ríkti í Líbanon, Ariel Sharon fékk heilablóđfall sem leiddi til ţess ađ hann varđ óstarfhćfur og áratugalöngum stjórnmálaferli hans lauk, Ehud Olmert varđ forsćtisráđherra Ísraels, vinstristjórn Göran Persson féll í Svíţjóđ og borgaraflokkarnir komust til valda, skopmyndir af Múhameđ ollu ólgu í Miđ-Austurlöndum, Augusto Pinochet og Slobodan Milosevic létust og Berlusconi missti völdin.


Heldur betur litríkt ár sem senn kveđur. Ađ mínu mati ber algjörlega hćst brotthvarf hersins og endalok stjórnmálaferils Halldórs Ásgrímssonar. Erlendis gnćfir aftakan á Saddam Hussein yfir öllu, auk ţess pólitíska loftslagiđ í Bandaríkjunum og Bretlandi ađ ógleymdri vargöldinni í Líbanon í sumar. Fjalla ég um öll ţessi málefni í ítarlegum pistli og vona ég ađ ţiđ njótiđ pistilsins og lesiđ hann af áhuga.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband