Ögmundur Jónasson segir af sér vegna Icesave

Ögmundur Jónasson á að mínu mati heiður skilið fyrir að hafa sagt af sér sem heilbrigðisráðherra vegna Icesave. Þarna fer ráðherra sem fer eftir sannfæringu sinni og lætur hugsjónirnar ráða för. Þetta er merki um drengskap og pólitískan kraft sem við höfum ekki séð lengi. Þó ég hafi oft verið ósammála Ögmundi pólitískt virði ég mikils að hann skuli hafa tekið þá ákvörðun að láta sannfæringuna ráða í þessu risavaxna máli. Hann er maður að meiri.

Þessi ríkisstjórn er mjög illa stödd í þessu Icesave-máli. Hún hefur gliðnað, virðist ráða illa við vandann. Augljóst er að þrýst er á að klára Icesave til að bjarga pólitísku andliti Jóhönnu Sigurðardóttur og Samfylkingarinnar. Ögmundur hefur þorað að taka af skarið í þessu máli, leitt andstöðu innan hennar og verið ófeiminn við að láta hjartað ráða för.

Er þessi ríkisstjórn á vetur setjandi, þegar lykilmenn innan samstarfsins geta ekki unnið hennar og velja frekar að fara en sætta sig við hvað sem er. Kannski verður Ögmundur bjargvættur VG í þessu samstarfi þar sem þeir hafa samið af sér hugsjónirnar oftar en tölu verður á komið.

mbl.is Ögmundur segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skoðum nú staðreyndir málsins:

1. Ögmundur hefur aldrei verið sáttur við Icesave-leiðina

2. Ögmundur er formlega formaður BSRB en á morgun verður kynntar harkalegar leiðir til niðurskurðar í heilbrigðis- og ríkiskerfinu. Þar mun formaður BSRB skamma heilbrigðisráðherra.

Ögmundur gerði það sem því miður gerist stundum. Hann henti sér um borð í brimskaflinn. Hafði ekki þor að sigla með.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 13:26

2 identicon

Sæll Stefán.

 Já, burt með þessa ríkisstjórn.  Fleiri ættu að fara að fordæmi Ögmundar.  Daður við ESB og AGS er að fella stjórnina.  Skil ekkert í Steingrími hvað hann er þrásetinn.

Með kveðju,

Bjarni Th. Bjarnason

Bjarni Th. Bjarnason (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 14:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband