Valdapólitíkin heldur líminu í vinstristjórninni

Augljóst er að mjög hefur gengið á pólitískt kapítal vinstristjórnarinnar í dag eftir afsögn Ögmundar Jónassonar. Jóhanna og Steingrímur voru mjög þreytuleg í kvöld - mikið hefur gengið á. Samstarfið heldur enn en augljóst að límið er farið að gefa sig mjög - undirstöðurnar gliðna. Aðeins virðist valdapólitíkin lifa eftir sem lím á milli Samfylkingarinnar og VG og sumpart óttinn við að eftirmæli stjórnarinnar verði glundroði vinstrimanna á örlagastundu.

Vandræðagangurinn er samt algjör. Aldrei hefur verið full samstaða innan vinstristjórnarinnar með Icesave - samið var í júní án þingmeirihluta og sumarið fór í að klára það mál. Þar þurfti að friða alla vinstri græna og lægja öldur í ólgunni. Ögmundur lék þar lykilhlutverk. Hann hefur nú tekið hatt sinn og staf - sættir sig ekki við næstu skref og lætur ekki beygja sig. Virðingarvert það. Held að afstaða hans sé til marks um innri mein stjórnarinnar.

Þau innri mein eru meiri en látið hefur verið uppi. Þau innanmein hverfa ekki með brotthvarfi Ögmundar en magnast eflaust frekar en hitt. Ögmundur hefur nú frítt spil, enda utan ráðherrastóls og getur sagt meira. Hann hefur eflaust fjarri því sagt sitt síðasta. Ergó: stjórnin lifir en hún stendur tæpt. Þar eru mikil innanmein sem munu ekki hverfa, heldur magna.

Svo verður að ráðast hversu lengi límið heldur. Eflaust er það ofrausn að spá stjórninni löngu lífi. Vinstrimenn eru auðvitað dauðhræddir við að glundroðakenningin verði að veruleika - vinstrimönnum sé ekki treystandi fyrir neinu. En hitt er orðið augljóst mál að vinstrimenn eiga erfitt með að höndla verkefnið. Verkstjórnin er auðvitað engin og klúðrið augljóst.

mbl.is Fær Steingrímur umboð í kvöld?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki skrítið að Svandís Svavarsdóttir vilji halda lífi í ríkisstjórninni.  Hún vonast eftir stærra ráðherraembætti en hún hefur og það losnaði í dag.  Hún er ein af þeim sem treystir sér í alt.  Hefur ekki gert neitt sem Umhverfisráðherra, leitað í lagabálkum til að stoppa allar framkvæmdir og frestar uppbyggingu í landinu.  Eplið fellur ekki langt frá Eikinni.  Hún hlitur að vera alsæl með samninginn við Breta og Hollendinga.

Guðrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 23:07

2 Smámynd: Steingrímur Helgason

Endilega drífum inn kúlulánaliðið aftur í ríkizztjórn, það er, fólkið zem að borgaði ekki & borgar ekki það lánafyrirkomulag, af því að það fékk einhverja ~Valahallarlega~ aflauzn á þeirra meinandi ódrýgðum zyndum.

 Það mun redda okkur hinum, venjulega fólkinu zem að er að borga fyrir...

Steingrímur Helgason, 1.10.2009 kl. 01:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband