Virðingarverð aðstoð Pólverja við Íslendinga

Ég virði það mikils við pólsk stjórnvöld að vilja leggja Íslandi lið án þess að þeir setji okkur í bóndabeygju vegna Icesave. Þetta sýnir traustan vinarhug og góðan samhug með íslensku þjóðinni. Eftir allt neikvæða talið gegn pólsku þjóðinni eru þetta merkileg skilaboð til okkar hér.

Ég er eiginlega viss um að Pólverjar hafa hlotið mun traustari sess í huga okkar eftir þessa aðstoð. Færeyingar og Pólverjar mega báðir eiga það að þeir hafa hjálpað okkur án þess að leitað hafi verið eftir framlagi þeirra og án þess að hóta okkur með Icesave. Slíkt ber að virða mikils.

mbl.is Búið að staðfesta pólska lánið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Pólverjar, eru mjög sanngjarnir og vita þeir eftir eigin reinslu harða tíma

holmberg (IP-tala skráð) 4.10.2009 kl. 13:29

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Tek innilega undir með þér Stefán!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 4.10.2009 kl. 14:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband