Mónótónískur forsætisráðherra á örlagatímum

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, bauð þjóðinni upp á gamlar tuggur í stefnuræðu sinni í kvöld. Hún var mónótónísk og fjarlæg, hefur ekkert fram að færa sem skiptir máli. Tími hennar er liðinn. Ríkisstjórnin er sundruð á þessum erfiðu tímum og verkstjórn forsætisráðherrans er í molum. Fólkið í landinu á ekki að þurfa að sætta sig við svo lélega ríkisstjórn á þessum örlagatímum í sögu íslensku þjóðarinnar.

Stjórnarbræðingur Samfylkingar og vinstri grænna er sundraður og ræður ekki við verkefnið. Hann hefur haft átta mánuði til að sýna hversu lélegur hann er. Þar talar hver höndin upp á móti annarri, forsætisráðherrann ræður ekki við verkefnið og fjármálaráðherrann horfir upp á flokkinn sinn molna hægt og hljótt á meðan hann makkar í Istanbúl. Þetta er sorglegur farsi.

Á meðan flytur forsætisráðherrann hálftíma stefnuræðu án framtíðarsýnar. Hún er með lélegt pólitískt bakland, þingmeirihlutinn er ekki til staðar. Það eru erfiðir tímar, stöðugleikinn er enginn og ekki von á betri tímum á vakt þessarar stjórnar. Hún ræður ekki við verkefnið. Glundroði vinstrimanna er sá hinn sami og ávallt.


mbl.is Vill óráðsíu og græðgi burt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Þetta var hræðilegt á að heyra. Þetta er sama ræðan og hún hélt í vor og sama ræðan og hún hélt 17. júní. Ræða forsætisráðherrans var sú flatasta, innihaldslausasta og lélégasta stefnuræða sem nokkur forsætisráðherra hefur nokkurntímann flutt. Hjartað á mér sökk meðan ég hlustaði á hana.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 5.10.2009 kl. 21:12

2 identicon

Í ríkisstjórninni er hver sáttahöndin upp á móti annarri!

Baldur (IP-tala skráð) 5.10.2009 kl. 21:38

3 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

En hversu lélegum "stjórnarbræðingi" er teflt fram þá verður hann betri heldur en bandalag oflátunga og egóista sem kunna ekki að skammast sín fyrir að koma þjóðinni í þrot. Kunna ekki að líta um öxl, viðurkenna mistök og bjóða upp framtíð á siðrænum og mannúðlegum gildum. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 5.10.2009 kl. 21:50

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Vinstri eða hægri ekki gleyma. Nú þegar svona er komið verðum við að biðja um þjóðstjórn allra flokka og gleyma flokksgræðginni. Við þurfum ekki að leita langt til að sjá sönnum þess Steingrímur J er ekki samkvæmur sjálfum sér um leið og hann komst til valda þá lætur hann teyma sig eins og sauður að hausti bara til að geta verið í stjórn.

Sigurður Haraldsson, 6.10.2009 kl. 00:05

5 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Við skulum minnast þess að enn er: HÆTTAN FRÁ HÆGRI!

Mér fannst Jóhanna skellegg og sneiðin hennar til brellumeistarans Brúns í Bretlandi var réttmæt.

Við eigum ekki að borga fyrir glæpina fremur en athafnir Lehmanns Brothers bankans í Bretlandi. Ekki lýsti Brúnn yfrir gildi breskra hermdarverkalaga gagnvart stjórn BNA.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 6.10.2009 kl. 11:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband