Vandræðalegar yfirlýsingar hjá Steingrími J.

Ávallt er það merki um að eitthvað sé stórlega að þegar stjórnmálamenn þurfa að koma fram æ ofan í æ og ítreka að allt sé í himnalagi. Steingrímur J. Sigfússon hljómar ótrúverðugur þegar hann þarf að segja æ ofan í æ í símanum frá Istanbúl að það sé nú allt í lagi með vinstristjórnina. Maður bíður eiginlega eftir að hann segi hið sama og Georg Bjarnfreðarson: Þetta er allt einn stór misskilningur!

Heiðarlega matið segir öllum sem fylgist með að algjört stjórnleysi er í vinstristjórninni sem kosin var til valda í vor. Hún ræður ekki við verkefnið og er strand, er í raun orðin að minnihlutastjórn með fulltyngi Ögmundararmsins í VG. Sá er veruleikinn, þetta er einfaldlega staðan. Hvernig svo sem úr henni spilast.

Glundroðakenningin lifir góðu lífi - þetta er normið hjá vinstristjórnunum. Þær lifa í besta falli árið, en geta lifað lengur og þá skaðað þjóðarbúið meira en orð fá lýst. Enda er það hin gullna staðreynd að þær lifa aldrei út kjörtímabilið. Ekki virðist þessi líkleg til afreka, er í raun orðið algjört hræ.


mbl.is Hefur trú á að stjórnin lifi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband