Vinstrimenn vilja að ríkið hugsi fyrir þig!

45% álagning stjórnvalda á ávaxtaþykkni segir allt sem segja þarf um hugsunarhátt vinstrimannanna sem eru á vaktinni... þeir vilja að ríkið hugsi fyrir þig! Þessi neyslustýring er svo ekta vinstri að hún þarf ekki að koma á óvart. En hvar er réttlætið í því að sykraðar mjólkurvörur taka ekki á sig sömu álagningu? Hver er munurinn á ávaxtaþykkni og sykraðri jógúrt, skyr og öllum mjólkurdrykkjunum sem eru löðrandi í sykri?

Fyrir nokkrum árum var merkileg fréttaskýring í Sjónvarpinu. Þar fjallaði Páll Benediktsson um sykur í matvælum. Ég mun aldrei gleyma myndskeiði frá MS þar sem starfsmaður gekk að mjólkurtanki með sykursekk og hellti úr honum út í mjólkina. Það var verið að búa til kókómjólk, jógúrt og skyr.is að mig minnir. Skiptir svosem ekki máli. Varla eru þetta hreinar mjólkurafurðir... reyndar er umhugsunarefni hvort sé hollara kók eða kókómjólk í skólanestið.

Ef það er eitthvað sem ég gjörsamlega þoli ekki er það forræðishyggja af öllu tagi. Tal um neyslustýringu landans fer alltaf jafn mikið í pirrurnar á mér. Enn einu sinni hafa fulltrúar vinstrimanna minnt á sig og lífsskoðanir með því að reyna að hafa vit fyrir fólki með neyslusköttum. Sami gamli boðskapurinn... ríkið eigi að hugsa fyrir alla og setja alla í sama formið.

Eðlilegt er að þeir sem selja vörur mótmæli því að smurt sé ofan á 45% neyslusköttum sisvona... þegar eftir sitja sykraðar vörur sem taka ekki á sig hið sama. Er einhver munur á sykri og sykri?

mbl.is Undrast allt að 45% álögur ríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband